Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2014 | 07:00

European Senior Tour: Monty sigraði á Travis Perkins Masters!

Colin Montgomerie (Monty) sigraði með yfirburðum á Travis Perkins Masters mótinu í Woburn Golf Club, en mótið var hluti af öldungamótaröð Evrópu (ens. European Senior Tour).

Monty átti 10 högg á næstu keppendur þá André Bossert, Gordon Manson og Tim Thelen, sem deildu 2. sæti.

Monty lék á samtals 12 undir pari, 204 höggum (68 69 67) og vann sér inn € 56,376 í verðlaunafé.  Hér var um titilvörn Monty að ræða en hann sigraði einnig á mótinu í fyrra.

Eftir að sigurinn var í höfn var m.a. haft eftir Monty á vefsíðu Evrópumótaraðarinnar: „Ég er ánægður að hafa komið aftur og varið þennan frábæra titil. Þetta lítur eflaust út fyrir að hafa verið þægilegt og í lokin var það það líka, en Mike (Cunning – sem varð einn í 5. sæti) tókst að komat innan 2 högga frá mér og það gæti svo auðveldlega hafa verið 1 högg á einum tímapunkti. Ég byrjaði ekkert svo vel, en náði fugli á 6. holu (lokahringsins) og þaðan í frá var það allt upp á við fyrir mig.“

Til þess að sjá lokastöðuna á Travis Perkins Masters mótinu  SMELLIÐ HÉR: