Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2014 | 21:30

LET: Trish Johnson sigraði í Skotlandi

Enski kylfingurinn Trish Johnson sigraði í Aberdeen Asset Management Ladies Scottish Open Presented by Event Scotland mótinu í dag.

Johnson sem er 48 ára bar þar með sigurorð af sér stundum meira en helmingi yngri keppinautum!!!

Johnson lék á samtals 7 undir pari, 209 höggum (66 70 73).

Í 2. sæti varð franski kylfingurinn Gwladys Nocera, 2 höggum á eftir Johnson og 3. sætinu deildu 3 kylfingar: „heimakonan“ skoska Sally Watson og áströlsku kylfingarnir Stephanie Na og Rebecca Artis, allar á 4 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Aberdeen Asset Management Ladies Scottish Open Presented by Event Scotland.SMELLIÐ HÉR: