Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2014 | 07:30

LET Access: Valdís Þóra hefur leik í Tyrklandi í dag

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tekur þátt í Mineks & Regnum Ladies Classic, sem fer fram National Golf Club í Belek, Antalyu, Tyrklandi. Mótið stendur dagana 5.-7. september 2014. Þátttakendur eru 81. Valdís Þóra á rástíma kl. 10:30 að staðartíma þ.e. kl. 7:30 að íslenskum tíma og er Valdís því að fara út einmitt núna! Til þess að fylgjast með Valdísi Þóru í Tyrklandi SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2014 | 05:15

Drengjasveitin okkar í 4. sæti á Opna ítalska U-16 – Arnór Snær bestur íslensku keppendanna

Íslenska drengjasveitin skipuð þeim Arnóri Snæ Guðmundssyni, Golfklúbbnum Hamri Dalvík (GHD); Fannari Inga Steingrímssyni, Golfklúbbi Hveragerðar (GHG) og Henning Darra Þórðarsyni, Golfklúbbnum Keili Hafnarfirði (GK) hafnaði í 4. sæti á  International U16 Italian Open þ.e. Opna ítalska U 16 mótinu. Á heimasíðu Heiðars Davíðs Bragasonar, liðsstjóra mátti m.a. lesa: „Strákarnir enduðu í 4. sæti í liðakeppninni. 2 fyrstu dagarnir í mótinu töldu til liðakeppninnar og 2 bestu skorin töldu hjá þeim þrem leikmönnum sem skipuðu liðið. Vel gert 🙂 Og þetta er svo sannarlega vel gert hjá þeim Arnóri Snæ, Fannari Inga og Henning Darra og óskar Golf1 þeim innilega til hamingju með góðan árangur!!! Þátttakendur að þessu í þessu 8. móti Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2014 | 05:00

Birgir Björn með erfiða byrjun á Spáni

Birgir Björn Magnússon, GK, hóf í gær, þ.e. 4. september 2014 leik á  Spanish International (U18) Stroke Play Championship á Hacienda del Alamo vellinum nálægt Murcia, á Spáni. Mótið stendur dagana 4.-7. september 2014. Birgir Björn lék 1. hring á 84 höggum. Sjá má stöðuna eftir 1. dag hjá Birgi Birni á Spáni með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2014 | 04:30

María Guðna best af íslenska landhópnum e. 1. dag EM eldri kvenna

María Málfríður Guðnadóttir, GKG, lék best af íslensku þátttakendunum í höggleikshluta EM eldri kvenna, en mótið frestaðist vegna úrhellisrigningar og var ekkert hægt að spila fyrr en í gær, fimmtudaginn 4. september 2014. María lék golfvöll Gut Altentann í Austurríki, þar sem mótið fer fram, en völlurinn er par-67,  á 11 yfir pari, 78 höggum. María er T-44 eftir 1. dag, þ.e. deilir 44. sætinu með 5 öðrum kvenkylfingum, en alls eru 102 þátttakendur í mótinu. Aðrar í islenska landsliðshópnum á EM eldri kvenna léku með eftirfarandi hætti: Steinunn Sæmundsdóttir, GR  lék á 14 yfir pari, 81 höggi og er T-69; Anna Snædís Sigmarsdóttir, GK lék á 15 yfir pari, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2014 | 04:00

LET: Hillier og Schreefel deila forystu e. 1. dag á Helsingborg Open

Í gær hófst Helsingborg Open í Vasatorp GC í Helsingborg í Skáni, Svíþjóð, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna (LET). Eftir 1. dag deila ástralska stúlkan Whitney Hillier og hollenska stúlkan Dewi Claire Schreefel, en báðar léku Vasatorp golfvöllinn á 5 undir pari, 67 höggum.  Sjá má fallega sveiflu Hillier á eldra myndskeiði með því að SMELLA HÉR:  Þriðja sætinu deila hin sænska Camilla Lennarth og fyrrum Wilhelmínu-7 módelið finnska Minea Blomqvist, en þær eru aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum. Hópur hvorki fleiri né færri en 10 kylfinga er síðan í 5. sæti en þar er þekktust enska golfdrottningin Laura Davies, en allir kylfingarnir í 5. sæti hafa Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2014 | 03:00

Birgir Leifur í 4. sæti e. 2. dag Willis Masters – Axel og Ólafur Björn náðu ekki niðurskurði

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG er í 4. sæti eftir 2. keppnisdag Willis Masters, sem er hluti Nordic League mótaraðarinnar. Birgir Leifur er samtals búinn að leika á  9 undir pari, 135 höggum (67 68). Axel Bóasson, GK,  og Ólafur Björn Loftsson, NK, komust ekki í gegnum niðurskurð. Í efsta sæti eftir 2. keppnisdag á Willis Masters er  Svíinn Oscar Zetterwall á samtals  12 undir pari, (63 69) og munar því aðeins 3 höggum á honum og Birgi Leif. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Willis Masters SMELLIÐ HÉR:  (Veljið Scores)


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2014 | 02:00

Evrópumótaröðin: Molinari og Ramsay efstir í Crans-sur-Sierre – Hápunktar 1. dags

Í gær hófst í Crans-sur-Sierre golfklúbbnum í Crans Montana í Sviss Omega European Masters mótið. Í efsta sæti eftir 1. dag eru þeir Edoardo Molinari frá Ítalíu og Richie Ramsay frá Skotlandi. Báðir léku þeir Alpavöllinn í Crans-sur-Sierre á 8 undir pari, 62 höggum. Þriðja sætinu eftir 1. dag deila Englendingarnir Graeme Storm og Tommy Fleetwood og Norður-Írinn Gareth Maybin, en allir léku þeir á 6 undir pari, 64 höggum. Sjá má stöðuna að öðru leyti eftir 1. dag Omega Masters í Crans-sur-Sierre með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 1. dags á Omega Masters í Crans-sur-Sierre með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2014 | 18:00

GSG: Opna Skinnfisk kvennamótið í Sandgerði 14. september n.k.

Opna Skinnfisk mótið fer fram í Sandgerði 14. september n.k. Nú er um að gera fyrir kvenkylfinga að fjölmenna á glæsilegt kvennamót í Sandgerði enda vinningar ekki af verri endanum. Heildarverðmæti verðlauna er ca 400.000 kr Höggleikur án forgjafar: 1.sæti án forgj 60.000 kr gjafabréf hjá 66 norður 2.sæti án forgj 40.000 kr gjafabréf hjá 66 norður 3.sæti án forgj 20.000 kr gjafabréf hjá 66 norður Punktar með forgjöf: 1. sæti 60.000 kr gjafabréf hjá 66 norður 2.  sæti 40.000 kr gjafabréf hjá 66 norður 3. sæti 20.000 krgjafabréf hjá 66 norður Nándarverðlaun á annari br og 17 braut Lengsta upphafshögg á 11 braut Þátttökugjald 4.000 kr Ekki er hægt Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Raymond Floyd —– 4. september 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Raymond Floyd. Raymond er fæddur 4. september 1942 og á því 72 ára afmæli !  Raymond gerðist atvinnumaður í golfi 1961 fyrir 52 árum.  Á löngum ferli sínum hefir hann sigrað í 66 mótum þ.á.m. 22 sinnum á PGA mótaröðinni og deilir 27. sætinu með öðrum yfir þá sem unnið hafa oftast á mótaröðinni. Raymond hefir 4 sinnum sigrað á risamótum, þ.e. öllum nema Opna breska og PGA Championship tvisvar, 1969 og 1982.  Besti árangur hans í Opna breska var 2. sætið 1978, sem hann deildi með öðrum.  Nú í ár er Floyd varafyrirliði liðs Bandaríkjanna í Ryder bikars keppninni. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2014 | 14:00

Golf tattoo

Við flest sjáum ekki Tiger Woods aftur fyrr en í desember á World Challenge móti hans í Flórida., þar sem 14-faldi risamótsmeistarinn er að jafna sig í bakinu og reyna að koma sér í form. En áherslan er á FLEST… sumir eru einfaldega með Tiger tattoo á sér. Eitt Tiger tattoo listaverkið er unnið af listamanninum Nate Beavers, sem er sérfræðingur í blek portret myndum. Hér má sjá eitt tattoo-ið eftir Beavers. Aðrir eru með tattoo af Seve Ballesteros. Og enn aðrir hafa önnur golf-mótív, hér er t.a.m. eitt af Arnold Palmer: