Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2014 | 03:00

Birgir Leifur í 4. sæti e. 2. dag Willis Masters – Axel og Ólafur Björn náðu ekki niðurskurði

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG er í 4. sæti eftir 2. keppnisdag Willis Masters, sem er hluti Nordic League mótaraðarinnar.

Birgir Leifur er samtals búinn að leika á  9 undir pari, 135 höggum (67 68).

Axel Bóasson, GK,  og Ólafur Björn Loftsson, NK, komust ekki í gegnum niðurskurð.

Í efsta sæti eftir 2. keppnisdag á Willis Masters er  Svíinn Oscar Zetterwall á samtals  12 undir pari, (63 69) og munar því aðeins 3 höggum á honum og Birgi Leif.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Willis Masters SMELLIÐ HÉR:  (Veljið Scores)