Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2014 | 04:30

María Guðna best af íslenska landhópnum e. 1. dag EM eldri kvenna

María Málfríður Guðnadóttir, GKG, lék best af íslensku þátttakendunum í höggleikshluta EM eldri kvenna, en mótið frestaðist vegna úrhellisrigningar og var ekkert hægt að spila fyrr en í gær, fimmtudaginn 4. september 2014.

María lék golfvöll Gut Altentann í Austurríki, þar sem mótið fer fram, en völlurinn er par-67,  á 11 yfir pari, 78 höggum.

María er T-44 eftir 1. dag, þ.e. deilir 44. sætinu með 5 öðrum kvenkylfingum, en alls eru 102 þátttakendur í mótinu.

Aðrar í islenska landsliðshópnum á EM eldri kvenna léku með eftirfarandi hætti:

Steinunn Sæmundsdóttir, GR  lék á 14 yfir pari, 81 höggi og er T-69; Anna Snædís Sigmarsdóttir, GK lék á 15 yfir pari, 82 höggum og er T-76; Ásgerður Sverrisdóttir, GR lék á 18 yfir pari 85 höggum og er T-87 Kristín Sigurbergs , GK var á 22 yfir pari, 89 höggum og deilir 96. sæti og Erla Adolfs, GK lék á 23 yfir pari, 90 höggum og deilir 99. sætinu.

Sjá má stöðuna á EM eldri kvenna í Austurríki eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: