
María Guðna best af íslenska landhópnum e. 1. dag EM eldri kvenna
María Málfríður Guðnadóttir, GKG, lék best af íslensku þátttakendunum í höggleikshluta EM eldri kvenna, en mótið frestaðist vegna úrhellisrigningar og var ekkert hægt að spila fyrr en í gær, fimmtudaginn 4. september 2014.
María lék golfvöll Gut Altentann í Austurríki, þar sem mótið fer fram, en völlurinn er par-67, á 11 yfir pari, 78 höggum.
María er T-44 eftir 1. dag, þ.e. deilir 44. sætinu með 5 öðrum kvenkylfingum, en alls eru 102 þátttakendur í mótinu.
Aðrar í islenska landsliðshópnum á EM eldri kvenna léku með eftirfarandi hætti:
Steinunn Sæmundsdóttir, GR lék á 14 yfir pari, 81 höggi og er T-69; Anna Snædís Sigmarsdóttir, GK lék á 15 yfir pari, 82 höggum og er T-76; Ásgerður Sverrisdóttir, GR lék á 18 yfir pari 85 höggum og er T-87 Kristín Sigurbergs , GK var á 22 yfir pari, 89 höggum og deilir 96. sæti og Erla Adolfs, GK lék á 23 yfir pari, 90 höggum og deilir 99. sætinu.
Sjá má stöðuna á EM eldri kvenna í Austurríki eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024