Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2014 | 04:00

LET: Hillier og Schreefel deila forystu e. 1. dag á Helsingborg Open

Í gær hófst Helsingborg Open í Vasatorp GC í Helsingborg í Skáni, Svíþjóð, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna (LET).

Eftir 1. dag deila ástralska stúlkan Whitney Hillier og hollenska stúlkan Dewi Claire Schreefel, en báðar léku Vasatorp golfvöllinn á 5 undir pari, 67 höggum.  Sjá má fallega sveiflu Hillier á eldra myndskeiði með því að SMELLA HÉR: 

Ástralska stúlkan Whitney Hillier

Ástralska stúlkan Whitney Hillier

Þriðja sætinu deila hin sænska Camilla Lennarth og fyrrum Wilhelmínu-7 módelið finnska Minea Blomqvist, en þær eru aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum.

Hópur hvorki fleiri né færri en 10 kylfinga er síðan í 5. sæti en þar er þekktust enska golfdrottningin Laura Davies, en allir kylfingarnir í 5. sæti hafa leikið á 3 undir pari, 69 höggum.

Keppnin er jöfn og spennandi og stefnir í skemmtilega golfhelgi í kvennagolfinu!

Til þess að sjá stöðuna á Helsingborg Open SMELLIÐ HÉR: