Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Raymond Floyd —– 4. september 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Raymond Floyd. Raymond er fæddur 4. september 1942 og á því 72 ára afmæli !  Raymond gerðist atvinnumaður í golfi 1961 fyrir 52 árum.  Á löngum ferli sínum hefir hann sigrað í 66 mótum þ.á.m. 22 sinnum á PGA mótaröðinni og deilir 27. sætinu með öðrum yfir þá sem unnið hafa oftast á mótaröðinni. Raymond hefir 4 sinnum sigrað á risamótum, þ.e. öllum nema Opna breska og PGA Championship tvisvar, 1969 og 1982.  Besti árangur hans í Opna breska var 2. sætið 1978, sem hann deildi með öðrum.  Nú í ár er Floyd varafyrirliði liðs Bandaríkjanna í Ryder bikars keppninni.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dawn Shockley, bandarískur nýliði á LET 2012 fædd 4. september 1986 (28 ára) sjá má nýlega umfjöllun Golf 1 um hana með því að SMELLA HÉR: 

Aðrir frægir kylfingar:

Óska Skart (30 ára)

Golf 1 óskar öllum afmæliskylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is