Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2016 | 12:00
Hvaða vellir eru opnir inn á sumarflatir?

Hér er frétt af vefsíðu GSÍ, golf.is: Það er víða búið að opna inn á sumarflatir á golfvöllum landsins og margir kylfingar bíða spenntir eftir fregnum af opnun valla á landinu. Hér fyrir neðan er tafla með yfirliti yfir stöðu mála á golfvöllum landsins eins og hún var í gær 11. apríl.: Nafn klúbbs Skammstöfun Nafn vallar Staða á velli 11. apríl 2016 Golfklúbbur Álftaness GÁ Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2016 | 10:00
Bandaríska háskólagolfið: Gísli T-28

Gísli Sveinbergsson, GK og Kent State, tók þátt í Robert Kepler Intercollegiate Masters helgina 9.-10. apríl 2016. Mótið fór fram á Scarlett golfvellinum og gestgjafi var Ohio State háskólinn. Þetta var stórt og sterkt mót: 84 kylfingar kepptu og 16 háskólalið. Gísli lék á samtals 8 yfir pari, 150 höggum (75 75) og varð T-28. Lið Kent State hafnaði í 7. sæti í liðakeppninni. Bjarki Pétursson var ekki með. Til þess að sjá lokastöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2016 | 09:00
Curry fellur við þegar hann heyrir um Spieth

Körfuboltastjarnan Stephen Curry féll beinlínis á gólf körfuboltaleikvangsins í upphitunaræfingum fyrir leik Golden State Warriors og San Antonio Spurs eftir að hann heyrði um afleitt gengi vinar síns, Jordan Spieth, á The Masters. Menn velta því fyrir sér hvort Curry hafi tapað stórri fjárhæð í veðmáli og hafi lagt undir óheyrilega fjárhæð á vin sinn? Hins vegar eru aðrir á því að sagan hafi verið að endurtaka sig: Curry hafi bara verið að stæla Michael Jordan þegar sá fylgdist með vini sínum Davis Love III, þann 16. júní 1996 (fyrir 20 árum) tapa á Opna bandaríska fyrir Steve Jones. En Love og Tom Lehman urðu T-2, líkt og Spieth og Lee Westwood nú Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2016 | 08:00
The Masters 2016: Sjáið ás Oosthuizen á Redbud

Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku hefir átt ýmis minnisstæð högg í gegnum tíðina á Augusta National. Eitt þeirra kom á lokahringnum á The Masters 2016 þegar hann gerði sig lítið fyrir og fékk ás á par-3 16. brautina, sem nefnist Redbud. Á hringnum komu 3 ásar á Redbud. Hinir sem afrekuðu það að fá ása voru: Shane Lowry og Davis Love III, þó þeirra hafi ekki farið jafn „billiardslega“ ofan í. Sjá má glæsiás Oosthuizen með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2016 | 07:00
Spieth: „Þetta var erfitt“ – Myndskeið

Jordan Spieth átti tækifæri að skrifa sig inn í golfsöguna með því að sigra í Masters risamótinu tvö ár í röð. Hann var líka í góðum málum þegar „bara“ 9 holur voru eftir óspilaðar á Augusta National, en glutraði síðan öllu niður eftir hryllingsútreið í Amen Corner. Síðan var ekki auðvelt fyrir hann að klæða annan kylfing í Græna Jakkann sem hann ætlaði að smella sér í sjálfur. Hann var sýnilega sjokkeraður. Hér má sjá myndskeið með viðtali við Spieth rétt eftir ósigurinn á Masters SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2016 | 20:00
Pro Golf Tour: Þórður Rafn T-19 e. 2. dag

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, flaug í gegnum niðurskurð á Open Madaef 2016 mótinu, sem fram fer í Marokkó en er hluti þýsku Pro Golf mótaraðarinnar. Þórður Rafn er búinn að spila á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (75 75). Hann er T-19 og spilar því 3. hringinn á morgun. Í efsta sæti fyrir lokahringinn er Stanislass Gautier, sem búinn er að spila á 3 undir pari (72 69). Sjá má stöðuna á Open Madaef með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2016 | 18:00
Westwood býr í Edinborg

Ryder Cup stjarnan, Lee Westwood (Westy), 42 ára, kom á óvart með frábæru gengi á The Masters risamótinu þar sem hann deildi 2. sætinu ásamt Jordan Spieth. Westy gaf upp Edinborg sem heimilisfang á 80. Masters mótinu, en það er borgin þar sem krakkarnir hans – Sam og Poppy eru í skóla. Hann æfði m.a. fyrir Masters mótið í The Renaissance Club í East Lothian. Reyndar var fyrrum nr. 1 á heimslistanum (Westy) með ás á velli klúbbsins nánar tiltekið á 6. braut vallarins í sl. mánuði og var það 15. ásinn á ferli Westy. Á sama tíma birti Westy líka mynd af sér og Sam á Twitter á Murrayfield þar sem Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Ágúst Elí Björgvinsson. Ágúst Elí er fæddur 11. apríl 1995 og á því 21 árs afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og mikill FH-ingur s.s. hann á ættir til og einn besti markvörður landsins í handboltanum. Auk krefjandi æfinga í handboltanum hefir Ágúst Elí staðið sig vel í ýmsum opnum mótum í golfinu; var m.a. í vinningssæti á Gamlársdagspúttmóti Hraunkots 31. desember 2008 (3. sæti); 1. sæti á Unglingamótaröð GSÍ , 21. júní 2009; í vinningssæti á Opna Teigsmótinu í Þorlákshafnarvelli 8. maí 2010 (3. sæti + nándarverðlaun á 3. braut); 2. sæti í drengjaflokk (15-16 ára) á Arionbankamótaröð unglinga í Leirunni 5. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2016 | 14:00
9 atriði sem vert er að vita um Willett

Enski kylfingurinn, Danny Willett, 28 ára, var kylfingurinn sem græddi á hruni Jordan Spieth í gær s.s. margoft hefir komið fram í golffréttum. Hann vann sinn fyrsta titil í Bandaríkjunum og fyrsta risatitil ferils síns. Hér eru 9 atriði sem vert er að vita um Willett: 1. Masters risamótið 2016 var 12. risamótið sem Willett tók þátt í. Hann hefir náð niðurskurði 7 sinnum í risamótunum og hefir verið í 30. sæti eða verra í 5 af þessum skiptum sem hann komst í gegn og var tvívegis meðal efstu 15; í bæði skiptin á Opna breska. 2. 80. mót The Masters var 2. mótið sem Willett tók þátt í. Aðeins Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2016 | 13:00
Fjölskyldan samgleðst Danny Willett

Danny Willett varð vinsæll á einni nóttu og Englendingar halda vart vatni af gleði yfir að 20 ára sigri Nick Faldo skyldi hafa verið sýndur tilskilinn heiður …. með því að Willett vann að nýju. Tekin hafa verið viðtöl við bróður Danny, Paul og foreldra Danny þau Elisabet og Steve. Aðspurð um tilfinningar sínar svörðuðu þau á eftirfarandi hátt: „Þetta er allt fremur súrrealískt. Ég glotti eins og Cheshire köttur allan tímann,“ sagði Elísabet, móðir Danny Willett. „Hann hringdi í okkur klukkan hálf þrjú. Við héldum að hann væri drukkinn, en hann var bara frá sér af gleði.“ „Hann kemur heim núna og hann ætlar að taka sér frí í heilan mánuð. Hann Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

