Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2022 | 18:00

Evróputúrinn: Rahm sigraði á Opna spænska

Mót vikunnar á Evrópumótaröð karla var acciona Open de España presented by Madrid.

Mótið fór fram dagana 6.-9. október 2022 í Club de Campo Villa de Madrid, í Madrid, á Spáni.

Sigurvegari mótsins var John Rahm og sigurskorið 25 undir pari, 259 högg (64 68 65 62).

Rahm átti heil 6 högg á næsta keppanda, Frakkann Matthieu Pavon, sem lék á samtals 19 undir pari.

Þetta er í 3. skipti sem Rahm sigrar á Opna spænska. Alls hefir Rahm nú sigraði 15 sinnum á atvinnumannsferli sínum og er þetta 8. sigur hans á Evróputúrnum.

Sjá má lokastöðuna á Opna spænska með því að SMELLA HÉR: