Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2022 | 18:00

LPGA: Jodi Ewart Shadoff sigraði á Mediheal mótinu

Það var enski kylfingurinn Jodi Ewart Shadoff, sem sigraði í LPGA MEDIHEAL meistaramótinu.

Mótið fór fram dagana 6.-9. október 2022, í The Saticoy Club í Somis, Californíu.

Sigurskor Ewart Shadoff var 15 undir pari, 273 högg (64 69 69 71).

Í 2. sæti varð japanska stúlkan Yuka Saso, aðeins 1 höggi á eftir.

Jodi Ewart Shadoff er fædd 7. janúar 1988 í Northallerton, Englandi og er því 34 ára. Hún spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði University of New Mexico. Árið 2011 var hún komin á LPGA og árið eftir (2012) einnig á LET.  Þessi sigur er fyrsti sigur hennar á LPGA.

Sjá má lokastöðuna á LPGA MEDIHEAL meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: