Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2022 | 18:00

Evróputúrinn: Jordan Smith sigraði á Portugal Masters

Portugal Masters var mót vikunnar á Evróputúrnum, dagana 27. -30. október 2022.

Mótið fór fram á Dom Pedro Victoria golfvellinum, í Vilamoura, Portúgal.

Sigurvegari mótsins varð Englendingurinn Jordan Smith og var sigurskorið 30 undir pari, 254 högg (62 67 62 63).

Í 2. sæti varð Gavin Green frá Malasíu, 3 höggum á eftir.

Ótrúlega lág skor í þessu móti, en ofangreindir tveir voru í nokkrum sérflokki; Í 3. sæti var Finninn Tappio Pulkkanen á samtals 22 undir pari, 5 höggum á eftir Green.

Sjá má lokastöðuna á Portugal Masters með því að SMELLA HÉR: