Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2022 | 18:00

LPGA: Lydia Ko sigraði á BMW Ladies Championship

Það var Lydia Ko, sem sigraði á BMW Ladies Championship, móti sem fram fór 20.-23. október sl. í Kóreu.

Sigurskor Lydia var 21 undir pari, 267 högg (68 – 68 – 66 – 65).

Hin bandaríska Andrea Lee varð í 2. sæti heilum 4 höggum á eftir, sem sýnir aðeins yfirburði Ko í mótinu.

Þrjár deildu síðan 3. sætinu: Lilia Vu frá Bandaríkjunum og tvær frá S-Kóreu: Hye-Jin Choi og Hyo Joo Kim, allar á samtals 16 undir pari, hver.

Sjá má lokastöðunaá BMW Ladies Championship með því að SMELLA HÉR: