Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jack Burk jr. –——- 29. janúar 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Jack Burk jr. Jack Burk fæddist 29. janúar 1923 og á því 100 ára afmæli í dag!!! Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1941 og sigraði í 19 mótum á atvinnumannsferli sínum, þar af 16 á PGA Tour á árunum 1950-1963. Hann vann tvívegis í risamótum; í Masters 1956 og PGA Championship sama ár.

Hann fékk inngöngu í frægðarhöll kylfinga (world golf hall of fame) árið 2000, auk þess að hafa hlotið flestallar mikilvægustu viðurkenningar og heiðursverðlaun, sem veittar eru kylfingum: M.a. var hann kylfingur ársins á PGA Tour 1956; árið 1952 hlaut hann Vardon Trophy; 2003 PGA Tour Lifetime Achievement Award og 2004 Bob Jones Award.

Burk er tvíkvæntur. Árið 1952 kvæntist Burk Lelene Lang, en síðan kvæntist hann núverandi eiginkonu sinni, áhugakylfingnum Robin Moran.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jack Burk Jr., 29. janúar 1923 (100 ára); Donna Caponi, 29. janúar 1945 (78 ára); Oprah Winfrey, 29. janúar 1954 (69 ára); Habbanía Hannyrðakona (63 ára); Yoshitaka Yamamoto, 29. janúar 1951 (72 ára); Erlingur Snær Loftsson, 29. janúar 1991 (32 ára) ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Í aðalmyndaglugga: Afmæliskylfingurinn Jack Burk ásamt eiginkonu sinni Robin Moran.