
Afmæliskylfingur dagsins: Debbie Meisterlin Steinbach – 28. janúar 2023
Það er Debbie Meisterlin Steinbach, sem er afmæliskylfingur dagsins. Debbie er fædd 28. janúar 1953, í Fullerton, Kaliforníu og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Hún var í California State (Cal State) University í Fullerton og lék í bandaríska háskólagolfinu. Debbie hóf að spila á LPGA árið 1975 og var besti árangur hennar T-5 árangur á Florida Lady Citrus, árið 1979. Eftir að hún gifti sig keppti hún undir nafninu Steinbach. Eftir að hún hætti keppni hóf hún að kenna golf og er meðal bestu 50 á sínu sviði að mati Golf for Women Magazine. Hún á enn 8 vallarmet og hefir 11 sinnum farið holu í höggi.
Steinbach er einnig stofnandi og forstjóri kvennagolfnámskeiðafyrirtækisins Venus Golf og höfundur „Venus on the Fairway“, sem undirstrikar líkamlegan og sálrænan mun á körlum og konum í tengslum við golfkennslu og mismunandi kennsluaðferðir sem nauðsynlegar eru fyrir bæði kynin. Fyrirtækið gaf út kennslumynsdband árið 2004 sem heitir Venus on the Fundamentals of Golf. Í úttekt sinni á myndbandinu sagði Arnold Palmer um það: „Debbie hefur einstaka hæfileika til að halda upplýsingum sínum einföldum og gera nám skemmtilegt. Debbie hefir gefið meira en 5000 einkagolftíma og kennir í The Palms Country Club in La Quinta, Kaliforníu og býr í sömu borg.
Reynsla hennar sem útvarpsmaður er allt frá staðbundnu útvarpi í Coachella-dalnum í Kaliforníu til golffréttaskýringa í sjónvarpi fyrir stöðvarnar NBC-TV og ESPN. Hún hefur einnig verið upplýsingafulltrúi Daiwa, Carbite og GolfGear.
Steinbach er um þessar mundir talsmaður Rally For A Cure, landssamtaka um brjóstakrabbameinsvitund.
Sem Debbie Meisterlin kom hún fram með fjölskyldu sinni í þætti af Family Feud á jóladag 1981. Þau fengu enga peninga vegna fjölskyldu, sem hélt áfram að vera ósigruð.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Nick Price, 28. janúar 1957 (66 ára); Hafdís Ævarsdóttir, GS, 28. janúar 1958 (65 ára); Ragnheiður Matthíasdóttir, GSS, 28. janúar 1960 (63 ára); Dagbjört Hanna Sigdórsdóttir, 28. febrúar 1960 (63 ára); Þórður Sigurel Arnfinnsson, 28. janúar 1981 (42 ára); Henrik Stokke, 28. janúar; El Rincón del Golf, 28. janúar ….. og …..
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023