Afmæliskylfingur dagsins: Debbie Meisterlin Steinbach – 28. janúar 2023
Það er Debbie Meisterlin Steinbach, sem er afmæliskylfingur dagsins. Debbie er fædd 28. janúar 1953, í Fullerton, Kaliforníu og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Hún var í California State (Cal State) University í Fullerton og lék í bandaríska háskólagolfinu. Debbie hóf að spila á LPGA árið 1975 og var besti árangur hennar T-5 árangur á Florida Lady Citrus, árið 1979. Eftir að hún gifti sig keppti hún undir nafninu Steinbach. Eftir að hún hætti keppni hóf hún að kenna golf og er meðal bestu 50 á sínu sviði að mati Golf for Women Magazine. Hún á enn 8 vallarmet og hefir 11 sinnum farið holu í höggi.
Steinbach er einnig stofnandi og forstjóri kvennagolfnámskeiðafyrirtækisins Venus Golf og höfundur „Venus on the Fairway“, sem undirstrikar líkamlegan og sálrænan mun á körlum og konum í tengslum við golfkennslu og mismunandi kennsluaðferðir sem nauðsynlegar eru fyrir bæði kynin. Fyrirtækið gaf út kennslumynsdband árið 2004 sem heitir Venus on the Fundamentals of Golf. Í úttekt sinni á myndbandinu sagði Arnold Palmer um það: „Debbie hefur einstaka hæfileika til að halda upplýsingum sínum einföldum og gera nám skemmtilegt. Debbie hefir gefið meira en 5000 einkagolftíma og kennir í The Palms Country Club in La Quinta, Kaliforníu og býr í sömu borg.
Reynsla hennar sem útvarpsmaður er allt frá staðbundnu útvarpi í Coachella-dalnum í Kaliforníu til golffréttaskýringa í sjónvarpi fyrir stöðvarnar NBC-TV og ESPN. Hún hefur einnig verið upplýsingafulltrúi Daiwa, Carbite og GolfGear.
Steinbach er um þessar mundir talsmaður Rally For A Cure, landssamtaka um brjóstakrabbameinsvitund.
Sem Debbie Meisterlin kom hún fram með fjölskyldu sinni í þætti af Family Feud á jóladag 1981. Þau fengu enga peninga vegna fjölskyldu, sem hélt áfram að vera ósigruð.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Nick Price, 28. janúar 1957 (66 ára); Hafdís Ævarsdóttir, GS, 28. janúar 1958 (65 ára); Ragnheiður Matthíasdóttir, GSS, 28. janúar 1960 (63 ára); Dagbjört Hanna Sigdórsdóttir, 28. febrúar 1960 (63 ára); Þórður Sigurel Arnfinnsson, 28. janúar 1981 (42 ára); Henrik Stokke, 28. janúar; El Rincón del Golf, 28. janúar ….. og …..
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024