Ólafía Þórunn hefur leik í dag á KPMG Women´s PGA Championship
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefur leik í dag á 3. kvenrisamóti ársins, KPMG Women´s PGA Championship. Mótið stendur frá 26. júní – 1. júlí 2018 og fer fram á golfvelli Kemper Lakes golfklúbbsins í Long Grove, Kildeer, Illinois Ólafía á rástíma kl. 9:20 að staðartíma, sem er kl. 14:20 að íslenskum tíma. Með Ólafíu í ráshóp eru Joanna Coe frá Bandaríkjunum og Jackie Stoelting (sjá má kynningu Golf 1 á Stoelting með því að SMELLA HÉR: ) Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar með því að SMELLA HÉR:
Ragnhildur á 78 2. dag á British Open
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, tók þátt í The Ladies British Open Amateur Championship. Hún átti slæman 1. hring upp á 16 yfir pari, 88 högg og var í 142. sæti af 144 keppendum eftir 1. dag. Annan daginn lék hún á 6 yfir pari, 78 högg og bætti sig um heil 10 högg!!! Samtals var hún því á 22 yfir pari, 166 höggum (88 78) og náði ekki niðurskurði, en einungis 64 efstu héldu áfram í holukeppnis hlutann og þær sem börðust um að vera í 64 kvenna hópnum voru á samtals 10 undir pari. Þrjár stúlkur voru efstar á samtals 1 undir pari hver: Elín Esborn frá Svíþjóð; Esther Henseleit frá Þýskalandi Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ólafur Þorbergsson – 27. júní 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Ólafur Þorbergsson. Ólafur er fæddur 27. júní 1968 og fagnaar því 50 ára stórafmæli í dag!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru eftirfarandi: Catherine Lacoste, 27. júní 1945 (73 ára); David Leadbetter (bandarískur golfkennari) 27. júní 1952 (66 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Slæm byrjun hjá Ragnhildi! Fylgist m/2. hring hennar HÉR!!!
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, tekur þátt The Ladies British Open Amateur Championship. Hún átti slæman 1. hring upp á 16 yfir pari, 88 högg og var í 142. sæti af 144 keppendum eftir 1. dag. Niðurskurðarlínan miðast sem stendur við að vera á 7 yfir pari eða betra eftir samtals 2 hringi og þarf Ragnhildur að eiga virkilegan góðan hring ætli hún sér í gegn, sem er næstum óvinnandi vegur. Ragnhildur fer út l. 15:28 í dag á 2. hring og vonandi að henni gangi betur en í gær!!! Til þess að fylgjast með gengi Ragnhildar SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Áslaug Helgudóttir – 26. júní 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Áslaug Helgudóttir. Áslaug er fædd 26. júní 1958 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Áslaugar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Áslaug Helgudóttir (60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Babe Didrikson Zaharias, 26. júní 1911-d. 27. september 1956; Rakel Gardarsdottir, GR, 26. júní 1963 (55 ára); Pamela Wright, 26. júní 1964 (54 ára); Rúnar Már Smárason, 26. júní 1971 (47 ára); Joanne Bannerman (áströlsk), 26. júní 1974 (44 ára); Colt Knost, 26. júní 1985 (33 ára); Haukur Már Ólafsson, GKG, 26. júní 1986 Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Nasa Hataoka?
Sigurvegari móts vikunnar á LPGA, Walmart mótinu, er kylfingurinn Nasa Hataoka, sem er frá Ibaraki í Japan. Hún er nánast óþekkt, en vakti athygli á sér fyrir að sigrað á síðasta úrtökumóti fyrir LPGA. Hver er kylfingurinn kunna sumir að spyrja? Nasa Hataoka er fædd 13. janúar 1999 og var því 19 ára, 5 mánaða og 11 daga þegar hún sigraði á fyrsta LPGA móti sínu. Hataoka gerðist atvinnumaður í golfi 2016/2017, en á því tímabili var einnig nýliðaár hennar á LPGA. Með sigri sínum á Walmart mótinu verður er Hataoka fyrsti nýliðinn sem sigrar á LPGA móti á þessu keppnistímabili, sem gefur henni m.a. góðan sjéns á að verða Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Hrafnkell Óskarsson. Hrafnkell er fæddur 25. júní 1952 og á því 66 ára afmæli í dag!!! Hrafnkell er læknir með sérfræðileyfi í skurðlækningum frá Svíþjóð 1988. Hrafnkell er góður kylfingur, sem er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM) og hefir m.a. verið sigursæll í opnum mótum, t.a.m. á viðmiðunarmótum LEK. Komast má á facebooksíðu Hrafnkels til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Hrafnkell Óskarsson (66 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Brimnes Áhöfn (98 ára); Ervin Szalai (54 ára); Vance Veazey, 25. júní 1965 (53 ára); Paul Affleck 25. júní 1966 (52 ára); David Lesa meira
GA: Marsibil sigurvegari Arctic Open 2018!
Arctic Open 2018 er formlega lokið! Eins og vindurinn barði nú á keppendum á fimmtudeginum var æðislegt veður á föstudeginum og ekki var sólsetrið af verri kantinum. Keppendur léku afbragðs golf og var mikið stuð í mannskapnum. Á laugardagskvöldinu var mótinu síðan formlega slúttað með svaka lokahófi þar sem Eyþór Ingi hélt uppi miklu fjöri. Einnig var haldin verðlaunaafhending þar sem fjölmargir keppendur nældu sér í flott verðlaun. Gríðarlega mikil vinna er á bakvið mót sem þetta og vill starfsfólk GA því þakka styrktaraðilum, sjálfboðaliðum, keppendum og bara öllum þeim sem að mótinu komu! Hér að neðan má sjá lista yfir verðlaunahafa og verðlaun ásamt myndaalbúmi með myndum frá golfinu Lesa meira
LPGA: Hataoka sigraði á Walmart!
Það var japanski kylfingurinn Nasa Hataoka, sem sigraði á Walmart NW Akransas Championship represented by P&G, sem fram fór dagana 22.-24. júní 2018 í Rogers, Arkansas. Þetta var fyrsti sigur Hataoka á LPGA en hún er nýliði á mótaröðinni, en þess mætti geta að Hataoka sigraði í Q-school 2018, en þá skrifaði Golf 1 eftirfarandi kynningu um hana SMELLIÐ HÉR: Hataoka spilaði á samtals 21 undir pari, 192 höggum (64 – 65 – 63) og átti heil 6 högg á þá stúlku sem varð í 2. sætinu en það var Austin Ernst frá Bandaríkjunum – þannig að sigurinn var býsna sannfærandi. Sigurtékki Hataoka var upp á $ 300.000 eða tæp Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin 2018 (3): Íslandsmeistararnir í höggleik!!!
Íslandsmeistaramótið í höggleik í unglingaflokkum fór fram á Hólmsvelli í Leiru, dagana 22.-24. júní 2018. Keppt var í 7 aldursflokkum af 8, en því miður voru engir þátttakendur í flokki 19-21 árs stúlkna. Íslandsmeistarar urðu eftirfarandi: Í flokki 19-21 árs pilta: Jóhannes Guðmundsson, GR, sem jafnframt var á besta heildarskori keppenda 1 undir pari (72 73 70). Í flokki 17-18 ára pilta: Ingvar Andri Magnússon, GKG, sem var á 4 yfir pari, 220 höggum (72 77 71). Í flokki 17-18 ára stúlkna: Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD, sem var á 29 yfir pari, 245 höggum (84 76 85). Í flokki 15-16 ára drengja: Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, sem var á sléttu pari, Lesa meira










