Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Colin Montgomerie – 23. júní 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Colin Montgomerie. Hann er fæddur 23. júní 1963 og er því 55 ára í dag.

Monty eins og hann er oft kallaður á metið i því að vera efstur á stigalista Evrópumótaraðarinnar 8 ár, þar af 7 ár í röð þ.e. á árunum 1993-1999. Monty hefir unnið samtals 40 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af 31 sinnum á Evrópumótaröðinni, sem kemur honum í 4. sæti yfir þá sem unnið hafa flesta titla á þeirri mótaröð.

Monty er einn þeirra sem aldrei hefir unnið risamótstitil og olli það nokkrum deilum þegar hann var þrátt fyrir það tekinn í frægðarhöll kylfinga 2013.

Á móti kemur að Ryder Cup ferill Monty er með þeim glæsilegri (20-9-7) en hann hefir tekið þátt 8 sinnum með liði Evrópu og var fyrirliði sigurliðs Evrópu 2010. Hann komst ekki í Ryder Cup lið Nick Faldo 2008, en Faldo er sá eini (með 1,5 stiga forskot) sem er með betri árangur en Monty í Rydernum.

Monty hefir alltaf þótt mikill kvennamaður og hefir í gegnum tíðina allt eins verið í fréttum golffréttamiðla fyrir það og íþróttafrek sín. Hann var kvæntur Eimear Wilson (1990-2006) og á með henni 3 börn: Olivia, Venetia og Cameron. Síðan var Monty kvæntur Gaynor Knowles (2008-), en þau eru nú skilin að skiptum ef marka má slúðurblöð sjá t.a.m. með því að SMELLA HÉR:

Nokkuð sérstakt við Monty er að hann er flughræddur og reynir alltaf að keyra ef hann kemur því við fremur en að fljúga.

Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Ben Sayers, 23. júní 1856; Samuel McLaughlin Parks, Jr., 23. júní 1909; Lawson Little, 23. júní 1910; Flory Van Donck, 23. júní 1912 (hefði átt 106 ára afmæli); Kári Sölmundarson,GO, 23. júní 1970 (48 ára); David Howell, 23. júní 1975 (43 ára); Roberto Castro, 23. júní 1985 (33 ára) ….. og …… Snaya. Snædis Thorleifsdottir, Arnór Harðarson 23. júní 1997 (21 árs).

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is