Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jason Day ——–—— 12. nóvember 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Jason Day, sem er sem stendur nr. 12 á heimslistanum. Hann er fæddur 12. nóvember 1987 og á því 31 árs stórafmæli í dag!!!

Jason fæddist í Beaudesert í Ástralíu, en pabbi hans er ástralskur en mamma frá Filippseyjum. Hann gerðist atvinnumaður 2006 og hefir sigrað 16 sinnum á ferli sínum sem atvinnumaður; þar af 12 sinnum á PGA Tour. Þau mót sem hann hefir unnið á PGA Tour eru:

1 HP Byron Nelson mótið 23. maí 2010 og hin 9 mótin:

23. Feb 2014 WGC-Accenture Match Play Championship e. 23 holu viðureign við Victor Dubuisson
3 8 .Feb 2015 Farmers Insurance Open 73-65-71-70=279 −9 sigur e. bráðabana við Harris English, J. B. Holmes
og Scott Stallings, alla frá Bandaríkjunum
4 26. Jul 2015 RBC Canadian Open 68-66-69-68=271 −17 1 högg á Bubba Watson
5 16, Ágúst 2015 PGA Championship 68-67-66-67=268 −20 3 högg á Jordan Spieth
6 30. Ágúst 2015 The Barclays 68-68-63-62=261 −19 6 högg á Svíann Henrik Stenson
7 20. September 2015 BMW Championship 61-63-69-69=262 −22 6 högg á Bandaríkjamanninn Daniel Berger

8 20 Mars 2016 Arnold Palmer Invitational 66-65-70-70=271 −17 1 högg á Bandaríkjamanninn Kevin Chappell
9 27 Mars 2016 WGC-Dell Match Play (2) 5 & 4 Suður-Afríku í viðureign við Louis Oosthuizen
10 15 Maí 2016 The Players Championship 63-66-73-71=273 −15 átti 4 högg á Bandaríkjamanninn Kevin Chappell

11 29 janúar 2018 Farmers Insurance Open (2) 73-64-71-70=278 −10 vann eftir bráðabana við Alexander Norén og  Ryan Palmer
12 6 maí 2018 Wells Fargo Championship 69-67-67-69=272 −12 átti 2 högg á Nick Watney og Aaron Wise

Eftirtektarverðast er þó góð frammistaða hans á risamótum golfsins þar hefir hann landað 2. sætinu tvívegis þ.e. á Masters 2011 (T-2) og á Opna bandaríska 2011. Á sama tíma fyrir ári var Jason Day nr. 20 á lista yfir bestu kylfinga heims.

Jason er kvæntur Ellie Harvey, frá Lucas, Ohio og þau búa í Columbus, Ohio og eiga 2 börn: Dash og Lucy.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hljóðfæraverslunin Rín (76 ára) John Schroeder, 12. nóvember 1945 (73 ára); Delroy Cambridge, 12. nóvember 1949 (69 ára); Natalia Nim Chow, 12. nóvember 1962 (56 ára) Tómas Ó. Malmberg, 12. nóvember 1966 (52 ára); Arnar Gauti Sverrisson, 12. nóvember 1971 (47 ára); Magnús Gauti Þrastarson, 12. nóvember 1971 (47 ára); Lucas Glover, 12. nóvember 1979 (39 ára); Lacey Agnew, 12. nóvember 1987 (30 árs) ….. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is