Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2018 | 20:00

LPGA: Lexi efst í hálfleik á CME Group Tour Championship

Lexi Thompson er efst á CME Group Tour Championship í hálfleik.

Mótið fer fram í Naples, Flórída, heimaríki Lexi, dagana 15.-18. nóvember.

Lexi hefir spilað hringina 2 sem af eru á samtals 12 undir pari, 132 höggum (65 67) og hefir 3 högga forystu á þær sem næstar koma en það eru löndur hennar Brittany Lincicome, sem einnig er frá Flórída og Amy Olsen, sem deila 2. sætinu á samtals 9 undir pari, hvor.

Gott að sjá Lexi aftur á toppnum og aftur við keppni, en hún tók sér frí í sumar til þess að endurhlaða andlegu batterí sín og fríið hefir greinilega gert henni gott!

Svo er hún með nýjan kaddý, bróður sinn og er bara að blómstra í þessu móti, sem er frábært!!!

Fjórða sætinu deila þær Marina Alex og Nelly Korda (einnig frá Flórída), á samtals 8 undir pari, hvor.

Sjá má stöðuna á CME Group Tour Championship með því að SMELLA HÉR: