Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2018 | 09:00

An í forystu e. ás á 2. degi Opna ástralska – Sjáið ás An HÉR!

Byeong-hun An frá S-Kóreu og heimamaðurinn ástralski Max McCardle deila forystunni eftir 2. dag á Opna ástralska.

Báðir hafa þeir An og McCardle samtals spilað á 8 undir pari, 136 höggum; An (67 69)  og McCardle (70 66).

An náði forystunni einungis vegna þess að hann að hann náði ási á par-3 15. holu keppnisvallarins í Sydney, þar sem Opna fer fram.  Sjá má ás An með því að SMELLA HÉR: 

Bandaríski kylfingurinn Matt Kuchar deilir 3. sætinu með 2 heimamönnum; Jake McLeod og áhugamanninum  David Micheluzzi, en allir eru þeir 1 höggi á eftir.

Sjá má stöðuna á Opna ástralska með því að SMELLA HÉR: