Spiranac sat fáklædd fyrir í Sports Illustrated
Bandaríski kylfingurinn Paige Spiranac sat fyrir fáklædd í Sports Illustrated (SI) … og hlaut mikla gagnrýni fyrir. Spiranac hefir m.a. notað frægð sína í „golfinu“ til þess að berjast gegn einelti. Í meðfylgjandi myndskeiði réttlætir hún ákvörðun sína að sýna baðfatatísku fyrir SI – sjá með því að SMELLA HÉR: Hér að neðan má sjá nokkrar af myndunum sem teknar voru af Spiranac:
Evróputúrinn: Kitayama leiðir e. 2. dag á Opna Máritíus
Það er japanski kylfingurinn Kurt Kitayama, sem leiðir í hálfleik á Opna Máritíus eða Afrasia Bank Mauritius Open at Anahita, sem fram fer í Beau Champ á Máritíus og er samstarfsverkefni við Evróputúrinn. Kitayama er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 130 höggum (65 65). Í 2. sæti er indverski kylfingurinn S. Chikkarangappa 2 höggum á eftir og 3. sætinu deila Frakkarnir Victor Perez og Matthieu Pavon, báðir á samtals 11 undir pari, hvor. Einn í 5. sæti er síðan írski kylfingurinn Gavin Moynihan, sem kynntur var í dag hér á Golf 1, sem einn af „nýju strákunum á Evróputúrnum 2019.“ Hann er á samtals 10 undir pari. Sjá Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Gavin Moynihan (3/27)
Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir strákar“ Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Alessandro Tadini – 30. nóvember 2018
Það er Alessandro Tadini sem er afmæliskylfingur dagsins, en hann fæddist 30. nóvember í Borgomanero á Ítalíu 1973 og á því 45 ára afmæli í dag. Tadini gerðist atvinnumaður í golfi 1994. Hann komst á Evróputúrinn 2003, eftir að hafa gert 6 tilraunir til þess að komast í gegn í Q-school. Hann vann sér ekki inn nægilega mikið verðlaunafé á nýliðaári sínu þannig að hann spilaði næsta keppnistímabil á Áskorendamótaröðinni (ens. Challenge Tour). Árið 2004 varð hann í 2. sæti á Challenge Tour þannig að hann komst aftur á Evrópumótaröðina og hélt korti sínu þar til loka árs 2007, þegar hann féll aftur niður í Áskorendamótaröðina. Hann kom sér upp Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Kendall Dye (4/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Byrjað verður að kynna 10 efstu á peningalista Symetra Tour og síðan 45 efstu og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og þær ásamt þeim 10 sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur verða því kynntar hér á næstu mánuðum. Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók Lesa meira
PGA: Cantlay og Reed efstir á Hero World Challenge – Hápunktar 1. dags
Það eru bandarísku kylfingarnir og nafnarnir Patrick Cantlay og Patrick Reed sem eru efstir og jafnir á Hero World Challenge sem fram fer í New Providence á Bahamas. Báðir hafa þeir Cantlay og Reed spilað á 7 undir pari, 65 höggum. Á hæla þeirra eru Henrik Stenson og Dustin Johnson, báðir á 6 undir pari, 66 höggum. Sjá má stöðuna á Hero World Challenge með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta frá 1. degi Hero World Challenge með því að SMELLA HÉR: Á mynd: Patrick Cantlay
Smith efstur í hálfleik Australian PGA
Það er heimamaðurinn Cameron Smith sem er efstur á Australian PGA Championship mótinu, en spilað er venju skv. á RACV Royal Pines, á Gullströndinni. Smith er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum (70 65). Smith kom sér í efsta sætið með frábærum 2. hring upp á 7 undir pari, 65 höggum. Hvort honum takist að halda þessu sæti er óvíst en margir góðir er á hæla honum. Í 2. sæti og eru t.a.m. landar hans Marc Leishman og Jake McLeod, báðir á 8 undir pari. Fjórða sætinu deila síðan enn aðrir 3 Ástralir: Jager, Papadatos og Wood allir á 7 undir pari. Fyrsta „útlendinginn“ í mótinu má Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Aron Snær Júlíusson – 29. nóvember 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Aron Snær Júlíusson, GKG. Aron Snær fæddist 29. nóvember 1996 og á því 22 ára afmæli í dag. Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu, með liði Louisiana Lafayette, The Ragin Cajuns og stóð sig vel. Af einstökum afrekum Aron Snæs mætti sem dæmi nefna að hann varð klúbbmeistari GKG 2015 og sigraði í Einvíginu á Nesinu 2015; hann setti vallarmet á Jaðrinum 2014 – 67 högg; hann varð stigameistari GSÍ á Íslandsbankamótaröðinni 2013 í piltaflokki tók m.a. þátt í Duke of York mótinu 2013 og sigraði í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ, árið 2012 og þá er fátt eitt talið. Árið 2017 reyndi Aron Snær fyrir sér í úrtökumótum fyrir Lesa meira
Minning Anna Rún Sigurrósardóttir
Í dag hefði Anna Rún Sigurrósardóttir orðið 50 ára, en hún lést úr krabbameini langt um aldur fram. Anna Rún var fædd í dag 28. nóvember 1968, en lést 1. febrúar 2014. Anna Rún var félagi í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR) og skólasystir þeirrar er þetta ritar í Menntaskólanum í Reykjavík. Anna Rún var yfirleitt í verðlaunasæti á opnum golfmótum. Hún vann t.d. til nándarverðlauna á 8. braut á Opna Helenu Rubinstein mótinu uppi á Skaga 9. júlí 2011; var aðeins 0,67 m frá pinna og var t.d. í 7. sæti á Art Deco mótinu á Vatnsleysunni, 6. ágúst sama ár (af 86 þátttakendum). Þegar Eimskip og GSÍ stóðu fyrir Gott Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Steinunn Sæmundsdóttir – 28. nóvember 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Steinunn Sæmundsdóttir, GR, tvöfaldur Íslandsmeistari í golfi í flokki 50+ 2010 og 2011 sem og Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ með sveit eldri kvenna í GR, þ.e. 2011, 2012 og 2013. Steinunn fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1960. Hún byrjaði í golfi 14 ára og gekk í GR 1974. Aðaldriffjöðurin í golfleiknum var bróðir Steinunnar, Óskar en hún dró oft fyrir hann. Jafnhliða fjölda Íslandsmeistaratitla í golfi og klúbbmeistaratitla hjá GR er afmæliskylfingurinn okkar 12-faldur Íslandsmeistari á skíðum. Í dag er Steinunn með 5,5 í forgjöf. Steinunn er 4 barna móðir þeirra Sæunnar Ágústu 34 ára; Hlyns Heiðars, 34 ára; Söndru Rós, 21 árs og Sigrúnar Ásu 17 Lesa meira










