Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2018 | 23:00

PGA: 3 í efsta sæti e. 3. dag á Hero World Challenge

Það eru þeir Tony Finau, Jon Rahm og Henrik Stenson sem deila forystunni á Hero World Challenge.

Allir hafa þeir spilað á 13 undir pari, 203 höggum; Finau (72 64 67); Rahm (71 63 69) og Stenson (68 66 69)

Einn í 4. sæti er bandaríski kylfingurinn Gary Woodland, 2 höggum á eftir þremenningunum; á samtals 11 undir pari, 205 höggum (72 66 67).

Einn í 5. sæti, enn öðru höggi á eftir, þ.e. á samtals 10 undir pari, 206 höggum er Rickie Fowler (72 67 67).

Til þess að sjá stöðuna á Hero World Challenge að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. hrings Hero World Challenge SMELLIÐ  HÉR: