Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2018 | 21:00

PGA: Sjáið ás Norén – Myndskeið

Sænski kylfingurinn Alexander Norén fór holu í höggi á Hero World Challenge mótinu á Bahamas eyjum.

Höggið kom á par-3 17. holunni.

Holan er 181 yarda (þ.e. 165,5 metra) og Norén notaði 9-járn.

Norén átti ótrúlegar 5 holur í röð; hann fékk fugl á 14. holu; örn á 15. holu og síðan þrefaldan skolla á par-4 16. holuna og var því búinn að taka tilbaka frábært spil sitt á 14. og 15. En Norén kom aftur fékk  ásinn frábæra á 17. holu og síðan fugl á 18. holu! Bjargaði stöðu úr 1 yfir eftir spilið á skollans 16. holunni í 2 undir eftir 18. Svona gera bara snillingar!!!

Norén er nú T-8  ásamt þeim Patrick Reed og Justin Rose, á samtals 8 undir pari, 208 höggum (69 69 70) – kláraði að spila 3. hringinn eins og segir á 2 undir pari.

Sjá má ás Norén með því að SMELLA HÉR: