Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Dottie Ardina (9/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Byrjað verður að kynna 10 efstu á peningalista Symetra Tour og síðan 45 efstu og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og þær ásamt þeim 10 sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur verða því kynntar hér á næstu mánuðum. Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók Lesa meira
LET: Berglind komst ekki á lokaúrtökumót LET
Berglind Björnsdóttir, GR tók þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna (LET). Úrtökumótið fór fram á Almelkis golfvellinum í Marokkó dagana 7.-10. desember sl. Spilaðir voru 4 hringir og komust 36 efstu og þær sem jafnar voru í 36. sætinu áfram á lokaúrtökumótið Til þess að ná á lokaúrtökumótið þurfti að spila hringina 4 á 3 yfir pari eða betur. Berglind lék á samtals 11 yfir pari, 299 höggum (76 77 71 75) og var því nokkuð langt frá því að komast á lokaúrtökumótið. Sigurvegari í B-úrtökumótinu var Linnea Ström frá Svíþjóð, sem þegar er komin með spilarétt á LPGA. Sjá nýlega kynningu Golf 1 á Linneu með því að SMELLA Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Magnús Gautur og Ólafur Már – 11. desember 2018
Afmæliskylfingar dagsins eru þeir Magnús Gautur Kristjánsson og Ólafur Már Sigurðsson. Ólafur Már er fæddur 11. desember 1978 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Hann varð m.a. klúbbmeistari Golfklúbbs Reykjavíkur 2013. Komast má á facebook síðu Ólafs Más hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið: Ólafur Már Sigurðsson – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Magnús Gautur er fæddur 11. desember 1968 og á því 50 ára stórafmæli. Hann er í Golfklúbbi Ísafjarðar. Komast má á facebook síðu Húberts hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið: Magnús Gautur Gíslason – Innilega til hamingju með 50 ára merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, Lesa meira
GK: Aðalfundur Keilis í kvöld kl. 19:30 – Athyglisverðar kynningar
Aðalfundur Golfklúbbsins Keilis fer fram í dag 11. desember 2018 kl. 19:30 stundvíslega. Dagskrá fundarins er samkvæmt 13. grein í lögum Keilis: Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis Lagabreytingar – stjórnarkjör Stjórnarkosning Kosning endurskoðanda Kosning fulltrúa og varafulltrúa í samtök, sem Keilir er aðili að Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2019 Önnur mál Þeir stjórnarmenn sem eru að klára annað árið í stjórn og bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu, og eru þar af leiðandi í kjöri eru: Guðmundur Örn Óskarsson Ellý Erlingsdóttir Sveinn Sigurbergsson Að sjálfsögðu eru öllum nýjum framboðum tekið fagnandi og eru áhugasamir beðnir um að hafa samband við skrifstofu til Lesa meira
Evróputúrinn: Francesco Molinari kylfingur ársins 2018
Það er Francesco Molinari, sigurvegari Open breska risamótsins og Race to Dubai meistari, sem var útnefndur Hilton kylfingur ársins 2018 á Evrópumótaröð karla. Þetta er í fyrsta sinn sem hann hlýtur þennan titil. Það var nefnd golfritara sem valdi Molinari til þess að hljóta titilinn eftir frábæra 12 mánuða golfspilamennsku. Francesco Molinari hóf árið með glæsisigri í BMW PGA Championship og svo vann hann einnig fyrsta risamótssigur sinn á ferlinum í 147. Opna breska auk þess sem hann var í lykilhlutverki í Ryder sigri liðs Evrópu, annar tveggja í ógleymanlegu sigurtvenndinni „Moliwood“, eins og hann og Tommy Fleetwood voru uppnefndir af áhangendum. Jafnframt var hann nálægt því að sigra á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir – 10. desember 2018
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir er fædd 10. desember 2002 og því 16 ára í dag. Hún er kvenklúbbmeistari Golfklúbbs Vestmannaeyja 2017 og í Golfklúbbi Reykjavíkur. Jóhanna Lea hefir m.a. orðið stigameistari stelpna á Áskorendamótaröðinni 2015. Hún varð í 6. sæti á 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar í stelpuflokki 2016 og síðan í 4. sæti á 4.; 5. og 6. mótinu. Árið 2017, varð Jóhanna Lea m.a. Íslandsmeistari í höggleik telpna 15-16 ára og tók þátt í Evrópumóti golfklúbba í Slóvakíu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Pavarisa Yoktuan (8/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Byrjað verður að kynna 10 efstu á peningalista Symetra Tour og síðan 45 efstu og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og þær ásamt þeim 10 sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur verða því kynntar hér á næstu mánuðum. Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Kinga Korpak ——– 9. desember 2018
Afmæliskylfingur dagsins er og Kinga Korpak. Kinga er fædd 9. desember 2003 og á því 15 ára afmæli í dag. Hún er þrátt fyrir ungan aldur einn af afrekskylfingum GS og hefir spilað og staðið sig framúrskarandi vel á Íslandsbankamótaröðinni s.l. sumar. Þannig var Kinga oft á sigurpalli þó hún hafi, eins og svo oft áður, verið að spila við sér miklu eldri stelpur. Árið 2014 varð Kinga þannig Íslandsmeistari í holukeppni í sínum aldursflokki 14 ára og yngri stelpna. Hún sigraði einnig á 1. og 2. mótinu á Íslandsbankamótaröðinni það ár (2014) og tók m.a. í fyrsta sinn þátt í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ. Árið 2015, sigraði Kinga í 3 Lesa meira
Hvað var í sigurpoka Oosthuizen?
Í sigurpoka Oosthuizen þegar hann sigraði loks í fyrsta sinn í 3 ár á SA Open voru eftirfarandi verkfæri: Dræver: Ping G400 LST 9.6. Járn (3-PW): Ping Blueprint. Fleygjárn: Ping Glide Forged 50°, 56° og 60°. Pútter: Ping PLD Voss Prototype. Bolti: Titleist Pro V1x. Eins var Oosthuizen í Footjoy Pro/SL golfskóm.
Evróputúrinn: Oosthuizen sigraði á SA Open
Það var heimamaðurinn og Masters sigurvegarinn Louis Oosthuizen, sem sigraði örugglega á SA Open. Sigurskor Oosthuizen var 18 undir pari, 266 högg (62 70 67 67). Næstur Oosthuizen var Romain Langasque, sem lék á samtals 12 undir pari, 272 höggum (69 68 69 66). Oosthuizen átti því heil 6 högg á næsta mann og munaði frábært skor hans fyrsta daginn upp á 62 högg þar mestu! Til þess að sjá lokastöðuna á SA Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahrings SA Open SMELLIÐ HÉR:










