Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2018 | 08:00

GK: Aðalfundur Keilis í kvöld kl. 19:30 – Athyglisverðar kynningar

Aðalfundur Golfklúbbsins Keilis fer fram í dag 11. desember 2018 kl. 19:30 stundvíslega.

Dagskrá fundarins er samkvæmt 13. grein í lögum Keilis:

Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar
Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis
Lagabreytingar – stjórnarkjör
Stjórnarkosning
Kosning endurskoðanda
Kosning fulltrúa og varafulltrúa í samtök, sem Keilir er aðili að
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2019
Önnur mál
Þeir stjórnarmenn sem eru að klára annað árið í stjórn og bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu, og eru þar af leiðandi í kjöri eru:

Guðmundur Örn Óskarsson
Ellý Erlingsdóttir
Sveinn Sigurbergsson

Að sjálfsögðu eru öllum nýjum framboðum tekið fagnandi og eru áhugasamir beðnir um að hafa samband við skrifstofu til að fá nánari upplýsingar.

Á aðalfundi Keilis í kvöld verða einnig athyglisverðar kynningar undir liðnum önnur mál.

Á fundinum mun Hörður Geirsson flytja örfyrirlestur um breyttar golfreglur á næsta ári.

Einnig munu komandi framkvæmdir fyrir næsta ári vera kynntar, talsverðar framkvæmdir eru framundan á næsta ári þar á meðal verður 16. brautin og flötin endurgerð. Framkvæmdirnar eru samkvæmt skýrslu Mackenzie og Ebert sem unnin var fyrir Keili og heitir „áfangi 1“ í skýrslunni.Til að lesa skýrsluna SMELLIÐ HÉR: 

Þá hefur einnig verið starfræktur vinnuhópur á vegum stjórnar Keilis um framtíðar útlit á slætti á Hvaleyrinni. Vinnuhópurinn hefur notið liðsinnið golfvallararkitektsins Edwin Roald við vinnuna og verður niðurstaða þessarar vinnu kynnt á fundinum.