Berglind Björnsdóttir, GR and UNCG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2018 | 06:00

LET: Berglind komst ekki á lokaúrtökumót LET

Berglind Björnsdóttir, GR tók þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna (LET).

Úrtökumótið fór fram á Almelkis golfvellinum í Marokkó dagana 7.-10. desember sl.

Spilaðir voru 4 hringir og komust 36 efstu og þær sem jafnar voru í 36. sætinu áfram á lokaúrtökumótið

Til þess að ná á lokaúrtökumótið þurfti að spila hringina 4 á 3 yfir pari eða betur.

Berglind lék á samtals 11 yfir pari, 299 höggum (76 77 71 75) og var því nokkuð langt frá því að komast á lokaúrtökumótið.

Sigurvegari í B-úrtökumótinu var Linnea Ström frá Svíþjóð, sem þegar er komin með spilarétt á LPGA. Sjá nýlega kynningu Golf 1 á Linneu með því að SMELLA HÉR: 

Lokaúrtökumót LET fer fram dagana 16.-20. desember n.k. á tveimur völlum í Marokkó: Palm Ourika og þessum, sem Berglind lék á, Amelkis.

Til þess að sjá lokastöðuna í úrtökumótinu fyrir LET SMELLIÐ HÉR: