Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Ruixin Liu (10/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Byrjað verður að kynna 10 efstu á peningalista Symetra Tour og síðan 45 efstu og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og þær ásamt þeim 10 sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur verða því kynntar hér á næstu mánuðum. Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók Lesa meira
GK: Guðbjörg Erna endurkjörin formaður
Aðalfundur Keilis fór fram þriðjudaginn 11. desember sl. að viðstöddum um 60 manns. Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir var endurkjörinn formaður Keilis. Í endurkjöri til stjórnar voru Ellý Erlingsdóttir, Guðmundur Örn Óskarsson og Sveinn Sigurbergsson og hlutu þau öll kosningu enda enginn mótframboð. Fyrir í stjórn eru Daði Janusson, Bjarni Þór Gunnlaugsson og Már Sveinbjörnsson Rekstur Golfklúbbsins Keilis gekk ágætlega á árinu 2018. Samstarfssamningur við Golfklúbb Setbergs kemur að fullu inn í uppgjörið á árinu sem sést að hluta í auknum tekjum og útgjöldum. Þónokkur samlegðaráhrif voru í þessu samstarfi og tókst að auka umsvifin án þess að það kallaði á aukna yfirbyggingu. Nýting starfskrafta og búnaðar var því góð. Tekjur á Lesa meira
Fjölskyldan í fyrsta sæti hjá Darren Clarke
Áður en Darren Clarke sökkti lokapúttinu fyrir sigri á Opna breska 2011 á t Royal St. George sagðist hann hafa brosað og hugsað með sjálfum sér: „Mér tókst það loksins“. Það tók hann aðeins lengur að átta sig á því fjölmörgu sem fylgir því að vera risamótssigurvegari; m.a. er innifalið boð á PNC Father-Son Challenge sem fram fer í Ritz-Carlton Golf Club í Grande Lake Resort. „Ég hugsaði ekkert um það þarna, en ég hef fylgst með keppninni í nokkur ár og ég var bara að bíða eftir okkar tækifæri,“ sagði Clarke. Það sem Clarke á við er tækifæri fyrir son sinn Tyrone og sig að taka þátt í mótinu. Tyrone er Lesa meira
Ólafía Þórunn gerir upp árið 2018
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir gerir upp árið í frábærri grein í „Golf á Íslandi“, sem birtist hér í heild sinni: „Á þessum tímapunkti er ég þakklát fyrir að vera með margt gott fólk í kringum mig. Thomas Bojanowski kærastinn minn hefur staðið eins og klettur við hlið mér. Fjölskyldan mín er frábært stuðningsnet og þjálfarateymið mitt hefur einnig stutt vel við bakið á mér,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir við Golf á Íslandi. Tímabilið á LPGA-mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims, var lærdómsríkt hjá íþróttamanni ársins 2017. Ólafía Þórunn verður með takmarkaðan keppnisrétt á LPGA á næsta tímabili en hún er ákveðin í að halda áfram að klífa fjallið og ná á toppinn. Lesa meira
GSÍ: Valdís Þóra og Haraldur Franklín kylfingar ársins 2018
Golfsamband Íslands hefur valið kylfinga ársins 2018. Þeir eru Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi og Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Þetta er í 21. skipti þar sem tveir einstaklingar eru valdir sem kylfingar ársins hjá GSÍ, kona og karl. Þetta er í annað sinn sem þau Valdís Þóra og Haraldur Franklín hljóta þessa útnefningu. Valdís Þóra lék á sínu öðru tímabili í röð á LET Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð í Evrópu hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki. Leyniskonan endaði í 38. sæti á stigalistanum sem er besti árangur hennar á LET. Valdís komstí gegnum niðurskurðinn á fimm mótum af alls 12 sem hún tók þátt í á LET. Besti Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: David Borda (6/27)
Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir strákar“ Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Rickie Fowler og Finnbogi Steingrímsson – 13. desember 2018
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir annars vegar Finnbogi Steingrímsson og hins vegar Rickie Fowler. Finnbogi er fæddur 13. desember 2001 og á því 17 ára afmæli í dag. Hann er afrekskylfingur í GM, sonur hjónanna Steingríms Walterssonar og Elínar Rós Finnbogadóttur. Komast má hér að neðan á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið!!! Finnbogi Steingrímsson 17 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Rickie Fowler er fæddur 13. desember 1988 í Murrieta, Kaliforníu og á því 30 ára STÓRAFMÆLI í dag. Fowler spilar á bandaríska PGA og vann einmitt sinn fyrsta sigur á mótaröðinni, 6. maí 2012, þegar hann sigraði þá DA Points og Rory Lesa meira
Kisner: Allir hata Reed
Hér kemur ein frétt í „anda jólanna“. Bandaríski kylfingurinn Kevin Kisner hefir nefnilega látið hafa eftir sér að samlandi hans og fyrrum skólafélagi í Georgia State, Patrick Reed, sé ekki beint vinsæll. Reyndar segir hann beinlínis að hann sé hataður. Reed kom sér m.a. illa í síðustu Ryder keppni þar sem hann sagði að Jordan Spieth væri illa við sig og að hann ætti ekki að vera á hliðarlínunni miðað við hvernig Spieth hefði gengið og reyndar náði hann ekki alveg hvernig væri að vera í liði. En það virðist bara vera vaninn hjá Reed. Í grein í Golf Digest segir m.a. frá því þegar hann var rekinn úr liði Lesa meira
Evróputúrinn: Fylgist með Alfred Dunhill Championship HÉR
Það er Dimitrios Papadatos frá Ástralíu sem er efstur snemma 1. dags á Alfred Dunhill Championshipþ Papadatos lék 1. hring á 5 undir pari, 67 höggum – skilaði skollalausum hring með 5 fuglum og 13 pörum. Í 2. sæti sem stendur er franski kylfingurinn Raphaël Jacquelin, en hann lék á 4 undir pari, 68 höggum. Enn eiga fjölmargir eftir að koma í hús og gæti því staða efstu manna breyst. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Alfred Dunhill Championship SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Sveinsson – 12. desember 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Benedikt Sveinsson. Benedikt er fæddur 12. desember 1994 og á því 24 ára afmæli í dag. Benedikt er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og klúbbmeistari Keilis 2015, sem fór m.a. holu í höggi í meistaramótinu 2015. Í ár hefir Benedikt m.a. spilað á Eimskipsmótaröðinni. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Benedikt Sveinsson (24 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Shirley Englehorn, 12. desember 1940 (78 ára); Philip Parkin, 12. desember 1961 (57 ára); Deane Pappas, 12. desember 1967 (51 árs); Ryuichi Oda, 12. desember Lesa meira










