Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2019 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Alana Uriell (38/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2019 | 06:00

Magnús Valur og Ellert vallarstjórar ársins 2018

Ellert Þórarinsson vallarstjóri á Brautarholtsvelli og Magnús Valur Böðvarsson vallarstjóri á Kópavogsvelli fengu viðurkenningu sem vallarstjóri ársins 2018 um s.l. helgi. Kjörinu var lýst á aðalfundi SÍGÍ sem fram fór í klúbbhúsi Keilis í Hafnarfirði. Fundargestir voru yfir 45 og fundarstjóri var kosinn Ólafur Þór Ágústsson og Birgir Jóhannsson ritari. Steindór Kr. Ragnarsson formaður SÍGÍ fór yfir liðið ár hjá félaginu, Jóhann G. Kristinsson gjaldkeri SÍGÍ fór yfir rekstrarreikning félagsins. Rekstur félagsins gekk vel á árinu og var hagnaður upp á tæpar 73.356 kr-. Stjórn SÍGÍ árið 2018 var skipuð þeim: Steindór Kr. Ragnarsson Formaður, Jóhann G. Kristinsson Gjaldkeri, Einar Gestur Jónasson, Birgir Jóhannsson og Róbert Már Halldórsson meðstjórnendur og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2019 | 23:00

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-9 á Spáni

Guðmundur Ágúst Kristjánsson endaði jafn 4 öðrum kylfingum í 9. sæti á PGA Catalunya Resort Championship. Mótið er hluti af atvinnumótaröðinni Nordic Golf League, en Guðmundur Ágúst fagnaði sigri á síðasta móti á þessari mótaröð. Guðmundur Ágúst lék á samtals 3 undir pari 211 höggum (68 73 70). Þrír aðrir íslenskir kylfingar tóku þátt á þessu móti en þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Axel Bóasson, GK (78-67) +3 Haraldur Franklín Magnús, GR (74-74) +6 Andri Þór Björnsson, GR (73-76) +7

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2019 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar og Hlynur luku keppni á The All-American

Hlynur Bergsson, GKG eða Lenny eins og hann er kallaður í Bandaríkjunum og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu UNT og Björn Óskar Guðjónsson, GM golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, The Ragin Cajun´s úr Louisiana Lafayette  tóku þátt í The All-American Invitational, sem fram fór í the Golf Club of Houston, í Houston, Texas dagana 17.-19. febrúar 2019, en mótinu lauk í dag. Þátttakendur voru 84 frá 14 háskólum. Þriðji og lokahringur mótsins var felldur niður vegna mikilla rigninga og voru það því aðeins fyrstu tveir keppnishringirnir sem töldu. Björn Óskar lék samtals á 5 yfir pari, 149 höggum  (75 74) og Louisiana varð í 11. sæti í liðakeppninni. Hlynur lék Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Lára Eymundsdóttir – 19. febrúar 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Lára Eymundsdóttir. Lára fæddist 19. febrúar 1970. Lára er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Lára Eymundsdóttir 19. febrúar 1970 (49 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sean Critton Pappas, 19. febrúar 1966 (53 ára); Richard Green, 19. febrúar 1971 (48 ára); Gregory Clive Owen, 19. febrúar 1972 (47 ára); Áhöfnin Á Vestmannaey , 19. febrúar 1973 (46 ára); Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 19. febrúar 1974 (45 ára). Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2019 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Jenny Haglund (37/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2019 | 07:51

Var það almenningsálitið eða slæm samviska sem fékk Kuchar til að greiða kylfusveininum?

Golf 1 greindi frá því að Matt Kuchar hefði fyrir PGA Tour mótið, Mayakoba Classic í nóvember 2018, samið við mexikanskan kylfubera David Giral Ortiz að nafni um að bera fyrir sig kylfur í mótinu fyrir $ 4000 og $ 1000 bónus ef hann ynni mótið – Sjá með því að SMELLA HÉR:  Ortiz vinnur sem kylfuberi á golfvellinum þar sem mótið fór fram Camaleon á Playa del Carmen í Mexíkó og gengur undir nafninu „El Tucan“. Dagslaun hans á vellinum á góðum degi eru $ 200. Fastráðnir kylfuberar PGA Tour kylfinga hljóta 10% af sigurtékkum kylfinga sinna og ef Ortiz hefði verið fastráðinn hefði hann fengið 130.000,- dollara í sinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2019 | 07:43

Rolex-heimslistinn: Nelly Korda komin í 9. sætið!!!

Nelly Korda sigurvegari ISPS Handa Women´s Australian Open er nú komin í 9. sæti heimslista kvenkylfinga, Rolex-heimslistans. Fyrir mótið var Nelly í 21. sætinu, en fer nú framúr eldri systur sinni Jessicu Korda, sem situr í 12. sæti listans. Jessica Korda er frá keppni vegna meiðsla, þ.e. hún þarf lengri tíma til að jafna sig eftir aðgerð á framhandlegg og er ekki búist við henni aftur fyrr en í fyrsta lagi í lok mars á Bank of Hope Founders Cup. Staða efstu 10 kvenna á Rolex heimslistanum er annars þessi: 1 — THA ARIYA JUTANUGARN 6.51 364.77 56 ☆ 2 — KOR SUNG HYUN PARK 5.83 291.55 50 ☆ 3 — Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2019 | 06:40

Neyðarlegt!!! LPGA kylfingur datt ofan í bönker á Opna ástralska!!!

Á síðustu dögum hafa félagsmiðlar verið uppfullir af athugasemdum um neyðarlegt atvik sem gerðist á ISPS Handa Opna ástralska mótinu í Ástralíu. Þar var það enski LPGA-kylfingurinn Bronte Law, sem var að skoða púttlínu sína á 8. holu 3. hrings mótsins í  The Grange golfklúbbnum og tók við það nokkur skref aftur og féll þá í bönker. Neyðarlegt!!! Eftir hringinn tvítaði Law: „“So today I experienced any golfers worst nightmare… I fell back into a bunker while reading a putt. True embarrassment at its finest,” (Lausleg þýðing: Í dag upplifði ég verstu martröð hvers kylfings … ég datt í bönker meðan ég var að lesa pútt. Þetta er svo sannarlega neyðarleiki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2019 | 06:00

Hvað var í sigurpoka JB Holmes?

Eftirfarandi kylfur og annar golfútbúnaður var í poka JB Holmes þegar hann sigraði á Genesis Open: DRÆVER: Callaway Epic Flash (10.5°) með Fujikura Pro Tour Spec 83X skafti. BRAUTARTRÉ: TaylorMade M2 2016 (16.5 °) with Fujikura Pro Tour Spec 93X skafti. JÁRN: Srixon Z U85 (3), Z 785 (4-PW) with True Temper Dynamic Gold S400 sköftum. FLEYGJÁRN: Cleveland RTX-4 (50°, 54° og 60°) með True Temper Dynamic Gold S400 sköftum. PÚTTER: Scotty Cameron 009M proto. BOLTI: Srixon Z-Star XV.