Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst T-15 e. 2. dag og eini Íslendingurinn sem fór g. niðurskurð!!!
Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í móti á Nordic Golf League þ.e. PGA Catalunya Resort Championship, sem fram fer í Barcelona á Spáni, dagana 17.-19. febrúar 2018. Þetta voru þeir Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK; og Haraldur Franklín Magnús, GR en aðeins einn fjórmenning- anna, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, komst í gegnum niðurskurðinn í dag. Þátttakendur í mótinu eru 122. Guðmundur Ágúst er samtals búinn að spila á 141 höggi (68 73) og er T-15 í mótinu Aðeins munaði einu sárgrætilegu höggi að Axel Bóasson, GK kæmist í gegnum niðurskurð en hann átti stórglæsilegan 2. hring upp á 67 högg. Sjá má stöðuna á PGA Catalunya Resort Championship með Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Örn Ævar Hjartarson – 18. febrúar 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Örn Ævar Hjartarson. Hann er fæddur 18. febrúar 1978 og á því 41 árs afmæli í dag!!! Eins og alltaf þegar miklir afrekskylfingar, líkt og Örn Ævar, eiga afmæli er erfitt nema rétt hægt að tæpa á nokkrum helstu afrekum viðkomandi. Þegar minnst er á Örn Ævar er ekki annað hægt en að geta allra vallarmetanna sem hann á, en það frægasta setti hann eflaust 1998 þegar hann spilaði Old Course í sjálfri vöggu golfíþróttarinnar St. Andrews á 60 höggum, sem er vallarmet! Eins á Örn Ævar ýmis vallarmet hér heima t.a.m. -10 undir pari, þ.e. 62 högg í Leirunni, 2009; -7 undir pari 63 högg á Lesa meira
PGA: Holmes sigraði á Genesis Open!!!
Það var bandaríski kylfingurinn JB Holmes, sem sigraði á Genesis Open. Sigurskor Holmes var 14 undir pari, 270 högg (63 69 68 70). Í 2. sæti var Justin Thomas, sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið, aðeins 1 höggi á eftir, (66 65 65 75). JT átti ömulegan lokahring, sem batt endahnút á sigurvonir hans. Si Woo Kim frá S-Kóreu varð í 3. sæti á samtals 12 undir pari. Tiger Woods komst í gegnum niðurskurð og varð T-15 á 6 undir pari, 278 höggum (70 71 65 72) þ.e. 9 höggum frá sigri!!! Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Genesis Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Jing Yan (36/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira
Trump kom f. golfhermi í Hvíta Húsinu
Trump Bandaríkjaforseti hefir komið fyrir golfhermi í einu herbergja Hvíta Hússins. Hann getur því spilað á öllum golfvöllum heims í herminum. Kerfið leysir af hólmi eldri golfhermi sem Barack Obama kom fyrir í Hvíta Húsinu. Golfhermir Trumps kostaði $50,000 (u.þ.b. 6 milljónir íslenskra króna) og hefir verið komið fyrir í persónulegum íverustað Trump- fjölskyldunnar í Hvíta Húsinu. Á dagskrá Trump er nokkuð sem nefnist „executive time“ – þetta er tími sem ekki er skipulagður á deginum þar sem engir opinberir fundir eru haldnir. Trump ver „executive time“ sínum í að horfa á sjónvarpið, tvíta, halda óopinbera fundi og sinna símtölum, segja aðstoðarmenn hans. Fréttastofan Axios rannsakaði 3 mánuði af dagskrá Trumps Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar við keppni í Texas
Björn Óskar Guðjónsson, GM og lið hans í bandaríska háskólagolfinu The Ragin Cajuns, skólalið Louisiana Lafayette háskóla er við keppni á The All-American í Houston Golf Club í Humble Texas. Þátttakendur eru 84 frá 14 háskólum. Björn Óskar er T-53 eftir 1. keppnisdag, en hann lék á 3 yfir pari, 75 höggum. Skólalið hans, The Ragin Cajun´s eru í 9. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá stöðuna á The All-American SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Hlynur á besta skori UNT á 1. degi The All-American í Houston
Hlynur Bergsson, GKG eða Lenny eins og hann er kallaður í Bandaríkjunum og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, University of North Texas (UNT) taka þátt í The All-American Invitational, sem fram fer í the Golf Club of Houston, í Houston, Texas dagana 17.-19. febrúar 2019. Þátttakendur eru 84 frá 14 háskólum. Eftir 1. dag mótsins er Hlynur á besta skori liðs síns er T-16, eftir að hafa spilað 1. hring á sléttu pari, 72 höggum. UNT er T-10 í liðakeppninni. Sjá má stöðuna á The All-American Invitational með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Hlynur Bergsson. Mynd: Rick Yeatts
Bandaríska háskólagolfið: Vikar og félagar luku keppni í 15. sæti í Flórída
Vikar Jónasson, GK og félagar í Southern Illinois háskólanum tóku þátt í Florida Gator Invitational, móti sem fram fór á Mark Bostick golfvellinum í Gainesville, Flórída, dagana 16.-17. febrúar 2019. Mótinu lauk í gær. Vikar og félagar höfnuðu í 15. sæti í mótinu í liðakeppninni. Vikar varð í 81. sæti í einstaklingskeppninni á samtals 22 yfir pari, 232 höggum (80 75 77). Til þess að sjá lokastöðuna á Florida Gator Invitational SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Vikars og félaga er 22. febrúar n.k. í Kaliforníu.
Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín og Albany luku keppni í 13. sæti og Ragnhildur og EKU í 15. sæti í Georgía
Þær Helga Kristín Einarsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Albany og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu Eastern Kentucky University tóku þátt í Reynolds Lake Oconoee Invite. Mótið fór fram í Greensboro, Georgíu dagana 16.-17. febrúar 2019 og lauk í gær. Helga Kristín og félagar í Albany höfnuðu í 13. sæti í liðakeppninni og Helga Kristín varð á 2. besta skori í liði sínu; varð T-60 á samtals 236 höggum (79 76 81). Ragnhildur og félagar í EKU urðu í 15. sæti í liðakeppninni og Ragnhildur var á 4. besta skori liðs síns; varð T-92 á samtals 249 höggum (82 81 86). Sjá má lokastöðuna Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur og félagar við keppni í Georgíu
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu Eastern Kentucky University er við keppni á Reynolds Lake Oconee Invite, í Georgíu. Mótið stendur dagana 16.-17. febrúar 2019 og lýkur í dag. Ragnhildur er T-93 af 105 keppendum eins og staðan er nú. EKU er í 15. sæti af 17 háskólaliðum, sem þátt taka í mótinu Sjá má stöðuna á Reynolds Lake Oconee Invite, en 3. og síðasti hringur stendur yfir nú með því að SMELLA HÉR:










