Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2019 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar og Hlynur luku keppni á The All-American

Hlynur Bergsson, GKG eða Lenny eins og hann er kallaður í Bandaríkjunum og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu UNT og Björn Óskar Guðjónsson, GM golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, The Ragin Cajun´s úr Louisiana Lafayette  tóku þátt í The All-American Invitational, sem fram fór í the Golf Club of Houston, í Houston, Texas dagana 17.-19. febrúar 2019, en mótinu lauk í dag.

Þátttakendur voru 84 frá 14 háskólum.

Þriðji og lokahringur mótsins var felldur niður vegna mikilla rigninga og voru það því aðeins fyrstu tveir keppnishringirnir sem töldu.

Björn Óskar lék samtals á 5 yfir pari, 149 höggum  (75 74) og Louisiana varð í 11. sæti í liðakeppninni.

Hlynur lék á samtals 8 yfir pari, 152 höggum (72 80) og skólalið hans UNT varð í 9. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á The All-American Invitational með því að SMELLA HÉR: