Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf Guðmundsdóttir – 21. febrúar 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Ólöf Guðmundsdóttir. Ólöf er fædd 21. febrúar 1957 og er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu Ólafar hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið… Ólöf Guðmundsdóttir, GK Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Maurice Bembridge, 21. febrúar 1945 (74 ára); Guðbjörg Ingólfsdóttir (67 ára); Haukur Sigvaldason (62 ára); Jóhann Pétur Guðjónsson 21. febrúar 1970 (49 ára); Þórey Eiríka Pálsdóttir 21. febrúar 1972 (47 ára); Holly Aitchison, 21. febrúar 1987 (32 ára); Cameron Davis, 21. febrúar 1995 (24 ára); ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Masahiro Kawamura (16/27)
Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember 2018 og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir Lesa meira
John Daly með fyndið líkamsræktar myndskeið
Golfarar sem komnir eru á efri ár geta borið vitni um að eftir því sem aldurinn færist yfir því mun meiri vinna fer í að halda sér í formi til þess að geta gefið það besta á golfvellinum. Vijay Singh er dæmi þessa. Hann er orðinn 55 ára og birti meðfylgjandi myndskeið af sér í ræktinni SMELLIÐ HÉR: Og jafnvel þó að myndskeið Vijay úr ræktinni hafi vakið nokkra athygli þá er vídeóið frá John Daly mun fyndnara. Daly hefir aldrei verið mikill aðdáandi líkamsræktar en hefir nú samt fengið aðstoð þjálfarans og tónlistarmannsins Jocko Deal. Daly verðlaunar veruna í ræktinni, reyndar leggur erfiðið á sig í von um, að Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Maddie McCrary (39/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira
LET: Valdís Þóra á 79 á 1. degi í Bonville
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur á Evrópumótaröð kvenna (LET) tekur þátt í móti vikunnar á LET þ.e. The Pacific Bay Resort Australian Ladies Classic. Hún var langt frá sínu besta á 1. hring – kom í hús á 7 yfir pari, 79 höggum. Valdís Þóra var á 3 yfir pari fyrir lokaholuna – par-5u, sem Valdís Þóra er venjulega svo sterk á, en hún fékk því miður sprengju á lokaholuna heil 9 högg og lauk hringnum á 7 yfir pari. Hún deilir 120. sæti með ýmsum ágætiskylfingum, m.a. hinni skosku Carly Booth. Í efsta sæti eftir 1. hring er ástralskur áhugakylfingur Doey Choi, en hún lék á 6 undir pari, 66 höggum. Lesa meira
PGA: Stuttbuxur leyfðar! – Kálfar Mickelson vekja athygli!!!
Nú er loks orðið leyfilegt á PGA Tour, það sem hefir verið leyfilegt á Evróputúrnum frá árinu 2016, en það er að vera í stuttbuxum. Þó er leyfið á PGA Tour bundið við æfingahringi og Pro-Am hringi, en margir leikmenn glöddust vegna þessarar breytingar. Meðal þeirra var Phil Mickelson, sem þegar tók breytingunni fagnandi og tvítaði mynd af sér, ásamt afstöðu sinni. Það var myndin af Mickelson, sem valdið hefir athygli, en myndin er tekin að aftan og sýnir hann í stuttbuxum. Það sem athygli vekur eru stæltir kálfar hans sem m.a. fengu systur hans til þess að tjá sig um þá. Tina Mickelson tvítað: „Með svona kálfa ættir þú Lesa meira
Dýr á golfvöllum: Ljón eltir hlébarða á afrískum golfvelli
Það dreymir marga um að spila á Skukuza golfvellinum í Kruger þjóðgarðinum í S-Afríku, sem eins og frægt er, er með engar girðingar. Alls kyns dýr vaða inn og út um völlinn og til þess að spila völlinn er betra að vera með vopnaða verði með sér!!! Hér má sjá ljón elta hlébarða á golfvellinum. Sjá með því að SMELLA HÉR:
Valdís Þóra á góðar minningar frá Bonville – hefur leik kl. 01:50 í nótt
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hefur leik aðfaranótt fimmtudagsins 21. febrúar á LET, Evrópumótaröð kvenna. Leikið er í Ástralíu á Bonville en þaðan á Valdís Þóra góðar minningar. Hún náði sínum besta árangri á LET Evrópumótaröðinni á þessu móti fyrir ári síðan, þar sem hún endaði í þriðja sæti. Það er jafnframt besti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð á atvinnumótaröð í efsta styrkleikaflokki. Valdís Þóra hefur leik kl. 01.50 aðfaranótt fimmtudags að íslenskum tíma eða 12:50 að staðartíma í Ástralíu. Hún hefur síðan leik á öðrum keppnisdegi kl. 20:40 að íslenskum tíma fimmtudaginn 21. febrúar eða 07:40 að staðartíma í Ástralíu. Á facebook síðu sína skrifaði Valdís Þóra: Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Murle Breer ——— 20. febrúar 2019
Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Murle MacKenzie Lindstrom Breer. Murle er fædd 20. febrúar 1939 í St. Petersburg, Flórída og á því 80 ára merkisafmæli í dag!!! Hún er best þekkt fyrir að sigra á Opna bandaríska kvenrisamótinu 1962. Hún keppti sem Murle MacKenzie þar til hún gifti sig í 1. sinn árið 1961, en þá keppti hún sem Murle Lindstrom þar til hún gifti sig í 2. sinn árið 1969. Murle komst á LPGA árið 1958. Fyrsti sigur hennar var á risamótinu 1962 þar sem hún bara sigurorð af þeim Jo Ann Prentice og Ruth Jessen með 1 höggi á Opna bandaríska kvenrisamótinu, eins og sagði, sem haldið var í Dunes Lesa meira
Stricker útnefndur Ryder Cup fyrirliði Bandaríkjanna 2020 – Furyk varafyrirliði
Tilkynnt var opinberlega um það í morgun að Steve Stricker yrði næsti fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Ryder bikarnum 2020, sem fram fer í heimaríki Stricker, Wisconsin, nánar tiltekið í Whistling Straits, í Kohler. „Þetta er svo sannarlega draumur sem rætist,“ sagði Stricker í upphafsorðum sínum á blaðamannafundi í morgun. „Ég tek við þessu af auðmýkt.“ Þrátt fyrir að hafa sigrað 12 sinnum á PGA Tour þá er Stricker fyrsti bandaríski fyrirliðinn sem tekur við stöðunni án þess að hafa sigrað á risamóti. Sjálfur tók hann hins vegar þáttí 3 Ryder bikurum. „Ferill Steve Stricker hefir fyrir löngu síðan öðlast sæti meðal þeirra fremstu í bandarísku golfi,“ sagði forseti PGA of Lesa meira








