Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2019 | 06:40

Neyðarlegt!!! LPGA kylfingur datt ofan í bönker á Opna ástralska!!!

Á síðustu dögum hafa félagsmiðlar verið uppfullir af athugasemdum um neyðarlegt atvik sem gerðist á ISPS Handa Opna ástralska mótinu í Ástralíu.

Þar var það enski LPGA-kylfingurinn Bronte Law, sem var að skoða púttlínu sína á 8. holu 3. hrings mótsins í  The Grange golfklúbbnum og tók við það nokkur skref aftur og féll þá í bönker.

Neyðarlegt!!!

Eftir hringinn tvítaði Law: „“So today I experienced any golfers worst nightmare… I fell back into a bunker while reading a putt. True embarrassment at its finest,”

(Lausleg þýðing: Í dag upplifði ég verstu martröð hvers kylfings … ég datt í bönker meðan ég var að lesa pútt. Þetta er svo sannarlega neyðarleiki af fínustu sort.„)

Sjá má myndskeið af því þar sem Law útskýrir hvað gerðist með því að SMELLA HÉR: 

Brontë Law lauk keppni T-15 á Opna ástralska – Sjá má lokastöðuna með því að SMELLA HÉR: