Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2019 | 08:04

Evróputúrinn: Elvira og Fraser efstir á Maybank e. 1. dag

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Maybank Malaysia Open.

Eftir 1. dag eru tveir kylfingar efstir og jafnir en það eru Spánverjinn Nacho Elvira og Ástralinn Marcus Fraser.

Báðir spiluðu 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum.

3 kylfingar deila 3. sætinu en það eru Jazz Janewattanaond frá Thailandi, Angelo Que frá Filippseyjum og Austurríkismaðurinn Matthías Schwab, allir 1 höggi á eftir.

Sjá má stöðuna á Maybank Malaysia Open með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Nacho Elvira