Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2019 | 11:52

Tiger kæfði niður bros þegar… hann sá handtökumyndina af sér

Golfáhangandinn Thomas Wesling, sem er efstubekkingur í University of Wisconsin La Crosse, er mikill Tiger Woods aðdáandi.

Hann varði hluta af vorfríinu sínu (Spring Break) til þess að horfa á Tiger spila á The Players.

Hann var í nokkuð sérkennilegum bol, þar sem handtökumynd Tiger er á frá 2017.

Ég keypti bolinn á síðasta ári þegar Tiger vann á Tour Championship,“ sagði Wesling í viðtali við  The Milwaukee Journal Sentinel. „Ég er mikill Tiger aðdáandi, ég elska Tiger, þannig að með það í huga taldi ég að ég yrði að vera í bolnum mínum. Ég vissi að ef ég fengi einhver viðbrögð frá honum þá væri það ómetanlegt.

Og svo vildi til að Wesling rakst á átrúnaðargoðið milli 17. og 18. holu á TPC Sawgrass …. þar sem Tiger og Kevin Na voru að fara á lokaholuna.

Tiger sér bolinn út um eitt horn auga síns og virtist á ljósmyndum vera að bæla niður bros.

Þegar Wesling tók eftir brosi Tiger kallaði hann: „Ég sá þig! Þú sást hann (bolinn)!“

Síðan fékk Wesling vídeó af atvikinu og setti það á Twitter síðu sína sem á 700 fylgjendur (followers) en yfir 1,07 milljón manna hafa séð vídeóið frá því Wesling setti það á Twitter.

Það er erfitt að fá Tiger til þess að taka eftir neinu vegna þess að það eru svo margir að öskra á hann,“ sagði Wesling við Sentinel. „Ég taldi að ef hann sæi (bolinn) þá gæti hann orðið reiður og ég yrði að fara úr honum. Ég taldi samt líka að líklegt væri að honum þætti þetta fyndið. Ef ég gæti fengið glott út úr honum væri það fullkomið“ …. sem síðan gerðist

Þetta eru best vörðu 20 dalirnir mínir,“ sagði Wesling ánægður.