Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Jeongeun Lee6 (58/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira
Dýr á golfvöllum: Króksi bjargaði kylfingnum
Dýr sem maður hittir fyrir á golfvöllum eru mishættuleg og þegar spilað er í Flórída geta dýrin, sem maður hittir fyrir verið örlítið hættulegri en þessir týpísku fuglar eða kanínur mætir á golfvöllum hérlendis. Joanne Sadowsky, var að spila í hjóna- og para móti í Bonita National golfklúbbnum í Corkscrew Swamp Sanctuary í Bonita Springs, Flórída, þegar krókódíll bjargaði henni. Þegar Sadowsky sló teighögg sitt á 2. holu stefndi boltinn í vatnshindrun, en þar bjargaði ólíklegur kandídat henni frá því að fá víti. „Ég sjankaði boltann til hægri og hann stefndi í vatnið,“ sagði Sadowsky í viðtali við The Naples Daily News. „Hann fór nálægt hausnum á króksa, sem sá í Lesa meira
Hvað var í sigurpoka Casey?
Eftirfarandi kylfur og annar golfútbúnaður voru í poka Paul Casey þegar hann sigraði á Valspar Championship: Dræver: TaylorMade M4 (Mitsubishi Diamana White D+ 70TX skaft), 10.5°. 3-tré: TaylorMade M1 (Mitsubishi Diamana White D+ 80TX skaft), 15°. Járn: Mizuno MP-25 (3-járn; Nippon N.S. Pro Modus3 Tour 120TX skaft), Mizuno JPX 919 Hot Metal Pro (4-járn; Nippon N.S. Pro Modus3 Tour 120TX skaft), Mizuno MP-5 (5-PW; Nippon N.S. Pro Modus3 Tour 120TX sköft). Fleygjárn: Titleist Vokey Design SM7 (52-08F° and 56-10S°; Nippon N.S. Pro Modus3 Tour 120X sköft), Titleist Vokey Protoype (60°; Nippon N.S. Pro Modus3 Tour 120X skaft). Pútter: Scotty Cameron Newport Circle T 350 SSS. Bolti: Titleist Pro V1. Grip: Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún & félagar urðu í 11. sæti á Red Rocks Inv.
Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og félagar í Drake luku keppni á Red Rocks Invitational mótinu, sem fram fór dagana 23.-24. mars 2019 í Cornville, Arizona. Þátttakendur voru 105 frá 18 háskólum. Sigurlaug Rún sýndi karakter og bætti sig mjög á 3. og lokahring Red Rocks, sem hún lék á glæsilegum 2 yfir pari, 73 höggum og fór við það úr T-94 í T-77 í einstaklingskeppninni!!! Flott hjá Sigurlaugu Rún!!!! Drake lauk keppni í 11. sæti í liðakeppninnar, fór upp um 1 sæti frá því deginum áður. Sjá má lokastöðuna á Red Rocks Invitational með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Drake er Bradley Spring Invitational í Peoria, Illinois, 30.-31. mars Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar & félagar luku keppni T-14 á Furman Int.
Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Georgia State, tóku þátt í Furman Intercollegiate mótinu, sem fram fór í Greenville, Suður-Karólínu, dagana 22.-24. mars 2019. Þetta var stórt og sterkt mót; þátttakendur 120 frá 21 háskóla. Egill Ragnar lauk keppni á 1.-2. besta skori liðs síns, varð T-30 í einstaklingskeppninni og lék á samtals á 6 yfir pari, 219 höggum (74 75 70). Egill Ragnar átti stórglæsilegan endasprett og lauk mótinu á hring upp á 1 undir pari, 70 höggum!!! Georgia State lauk keppni T-14 i í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Furman Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Egils Ragnars og félaga í Georgia Lesa meira
LPGA: Ko sigraði á Founders Cup!
Það var Jin Young Ko frá S-Kóreu, sem sigraði á Bank of Hope Founders Cup, móti vikunnar á LPGA. Sigurskor Ko var 22 undir pari, 266 högg (65 72 64 65). Öðru sætinu deildu Korda-systurnar, Nelly og Jessica; spænski Solheim Cup kylfingurinn Carlota Ciganda og kínverska nýstirnið Yu Liu, allar 1 höggi á eftir, á samtals 21 undir pari, hver. Mótið fór fram í Phoenix Arizona 21.-24. mars 2019. Til þess að sjá lokastöðuna á Bank of Hope Founders Cup SMELLIÐ HÉR:
PGA: Casey sigraði á Valspar Championship
Það var Paul Casey, sem sigraði á Valspar Championship. Sigurskor Casey var 8 undir pari, 276 högg (70 66 68 72). Öðru sætinu deildu Louis Oosthuizen og Jason Kokrak, einu höggi á eftir Casey og fjórða sætinu Sungjae Im frá S-Kóreu og Bubba Watson, enn öðru höggi á eftir. Í 6. sæti urðu síðan Jon Rahm, Dustin Johnson og Ryan Armour; allir á samtals 5 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Valspar Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahrings Valspar Championship SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Baldvin Jóhanns- son og Andrés Jón Davíðsson – 24. mars 2019
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Andrés Jón Davíðsson og Baldvin Jóhannsson. Baldvin er fæddur 24. mars 1938 og því 81 árs afmæli í dag. Sjá má skemmtilegt eldra viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Elsku Balli – innilega til hamingju með afmælið!!! Andrés Jón er fæddur 24. mars 1968 og á því 51 árs afmæli í dag. Andrés Jón er í einu orði frábær!… m.a. sem golfkennari og hefir á ferli sínum t.d. þjálfað Birgi Leif Hafþórsson. Elsku Andrés Jón – innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Aðrir frægir sem eiga afmæli í dag eru: Pat Bradley,(frænka Keegan) 24. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: 3 íslenskir kylfingar hefja keppni víðsvegar um Bandaríkin í dag!!!
Íslenskir kylfingar eru fjölmennir í bandaríska háskólagolfinu. Í dag hefja 3 þeirra keppni. Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu hefja keppni á mótinu Hootie at Bulls Bay, sem fram fer í Awendaw, S-Karólínu og stendur 24.-26. mars 2019. Fylgjast má með þeim Bjarka og Gísla og Kent State með því að SMELLA HÉR: Helga Kristín Einarsdóttir, GK og lið hennar taka þátt í Babs Steffens Hatter Collegiate á Daytona Beach í Flórída. Fylgjast má með Helgu Kristínu og Albany í mótinu, sem stendur 24.-25. mars 2019 með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir og félagar urðu í 1. sæti á CBC Mustang Inv.!!!!
Arnar Geir Hjartarsson, GSS og félagar í Missouri Valley sigruðu á CBC Mustang Invitational mótið, sem fram fór 18.-19. mars sl. Mótsstaður var the Country Club of Arkansas í Maumelle, Arkansas. Þátttakendur voru 78 frá 14 háskólum. Arnar Geir varð T-14, á samtals 10 yfir pari, 154 höggum (77 77) og var á 5. besta skori í liði sínu. Sjá má lokastöðuna á CBC Mustang Invitational mótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Arnars Geirs og félaga er 29.30. mars nk. í Indiana.










