Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2019 | 23:59

PGA: Casey og Cook deila forystunni í Copperhead e. 2. dag

Það eru þeir Paul Casey og Austin Cook, sem deila forystunni í hálfleik á The Valspar Open.

Báðir hafa spila á samtals 6 undir pari, 136 höggum; Casey (70 66) og Cook (69 67).

Cook er e.t.v. ekki þekktasti kylfingurinn en sjá má Golf 1 kynningu á honum með því að SMELLA HÉR:

Luke Donald er einn þriggja sem deila 3. sæti. Hinir eru bandaríska kylfingurinn Scott Stallings og Sungjae Im frá S-Kóreu, allir 1 höggi á eftir forystumönnunum.

Til þess að sjá stöðuna á The Valspar Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags The Valspar Open SMELLIÐ HÉR: 

Í aðalmyndaglugga f.v.: Austin Cook og Paul Casey