Dagbjartur Sigurbrandsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2019 | 05:00

Dagbjartur T-7 og Sigurður Bjarki T-9 á Scottish Boys Open!!! Stórglæsilegt!!!

GR-ingarnir Dagbjartur Sigurbrandsson og Sigurður Bjarki Blumenstein, kepptu á Scottish Boys Open meistaramótinu, en mótið fór fram á West Kilbride vellinum í Skotlandi dagana 10.-12. apríl 2019 og lauk því í gær.

Sigurður Bjarki Blumenstein

Þátttakendur voru 192 og flestir frá Skotlandi eins og gefur að skilja.

Skemmst er frá því að segja að báðir Íslendingarnir komust í gegnum niðurskurð og í hóp þeirra 41 sem spiluðu lokahringina og er það eitt sér glæsilegt.

Dagbjartur og Sigurður Bjarki toppuðu þetta þó enn með því að vera báðir með topp-10 árangra. Stórglæsilegt!!!

Dagbjartur lék á samtals 3 undir pari, 281 höggi (71 68 72 70) og lauk keppni T-7.

Sigurður Bjarki lék á samtals 2 undir pari, 282 höggum (73 68 72 69) og lauk keppni T-9.

Frábær árangur hjá þessum ungu GR-ingum!!!

Til þess að sjá lokastöðuna á Scottish Boys Open SMELLIÐ HÉR

Aðalmyndagluggi: Dagbjartur Sigurbrandsson. Mynd: Golf 1