Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2019 | 09:00

Hver er Nandina á Masters?

The Masters risamótið sem er það 83. nú í ár fer að venju fram í Augusta National Golf Club. Spurningin í fyrirsögn greinarinnar var hvort vitað væri hver Nandina væri? Ef þið lesið eftirfarandi þá komist þið að því hver Nandina er, ef þið hafið þá ekki þegar vitað það, en hér fer kynning/upprifjun á hverri holu á Augusta National vellinum: 1. braut (Tea Olive), 445 yardar, (407 metrar), par-4: Djúp sandglompa er til hægri, en lögun flatarinnar gerir þetta að erfiðri upphafsholu og sérstaklega var hún erfið 2005 þegar teigurinn var færður aftur 20 yarda (18 metra). Það eru grenitré til vinstri handar og brautin fer í örlítinn „dogleg“ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hafliði Þórsson – 10. apríl 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Hafliði Þórsson. Hafliði er fæddur 10. apríl 1949 og á því 70 ára merkisafmæli í dag! Hér má komast á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið Hafliði  Þórsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sverrir Haraldsson, 10. apríl 1951 (68 ára); Miguel Fernández, argentínskur, 10. apríl 1962 (57 ára); Patrice Mourier, franskur 10. apríl 1962 (57 ára);Elín Illugadóttir, 10. apríl 1967 (52 ára); Þórður Þórðarson, 10. apríl 1972 (47 ára); Þórunn Högna, 10. apríl 1975 (44 ára) ….. og ….. Grindavíkurbær – Góður Bær, 10. apríl 1974 (45 ára); Mjallarföt Íslensk Hönnun, 10. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2019 | 09:30

DJ ósáttur við aðeins 1 risamótssigur

Nr. 2 á heimslistanum Dustin Johnson (DJ) segist ergilegur og vonsvikinn með að hafa aðeins 1 risamótssigur í beltinu, en telur sig hafa nægan tíma til þess að breyta þessu, t.a.m nú í ár á Masters risamótinu, sem hefst á morgun. Hinum 34 ára Bandaríkjamanni var velt úr efsta sæti heimslistans í þessari viku af enska kylfingnum Justin Rose. Eini risamótssigur DJ kom árið 2016 á Opna bandaríska. Hann hefir 6 sinnum verið meðal efstu 5 í risamótum, þ.á.m. í 2. sæti á Opna breska 2011 og Opna bandaríska 2015 og var T-5 á PGA Chapionship 2010 eins og frægt er orðið eftir að víti sem hann hlaut fyrir að kylfuhaus Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2019 | 09:00

Malasíski kylfingurinn Arie Irawan fannst látinn á hótelherbergi í Kína

Malasíski atvinnukylfingurinn Arie Irawan dó sl. sunnudagsmorgun að því er virðist að eðlilegum orsökum í hótelherbergi í Kína. Réttarlæknir hefir þó enn ekki gefið út krufningsskýrslu. Irawan var við keppni á kínverska PGA Tour þ.e. á Sanya Championship, þar sem hann komst ekki í gegnum niðurskurð. Hann ákvað þó að vera út mótið og dvaldi á Sheraton Sanya Resort hinum megin við götuna frá Yalong Bay golfklúbbnum, þar sem mótið fór fram. Það var herbergisfélagi hans bandaríski kylfingurinn Kevin Techakanokboon, sem varð að undirbúa sig fyrir leik á lokahringnum sem fann Irawan. Techakanokboon hringdi í félaga sinn Gunn Charoenkul og eins kom bandaríski kylfingurinn Shotaro Ban sem hóf þegar lífgunartilraunir. Eiginkona Charonekul,  Vichuda, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2019 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Saga & félagar luku keppni í 15. sæti í Kaliforníu

Saga Traustadóttir, GR og félagar í Colorado State tóku þátt í Silverado Showdown mótinu, sem fram fór í Silverado Resort & Spring, dagana 6.-7. apríl s.l. Þátttakendur voru 93 frá 18 háskólum. Saga lauk keppni T-66 í einstaklingskeppninni, með skor upp á 18 yfir pari, 224 högg (80 86 78). Hún var á 4. besta skorinu í liði sínu, Colorado State, sem hafnaði í 18. sæti í liðakeppninni. Næsta mót Sögu og Colorado State er 15. apríl n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2019 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún & félagar urðu í 9. sæti í Missouri

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og félagar í Drake tóku þátt í Kansas City Intercollegiate mótinu. Mótið fór fram dagana 8.-9. apríl og lauk í dag. Mótsstaður var Raymore, Missouri. Sigurlaug Rún hefir þegar þetta er ritað lokið keppni en hún lék á 28 yfir pari, 244 höggum (83 80 81) og lauk keppni T-48 í einstaklingskeppninni. Lið Drake varð í 9. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Kansas City Intercollegiate mótinu með því að SMELLA HÉR:     

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2019 | 17:00

Bandaríska háskólagolfið: Jóhannes & félagar í 6. sæti e. 1. dag í Arizona

Jóhannes Guðmundsson, GR og félagar í Stephen F. Austin State University taka þátt í Wyoming Cowboy Classic mótinu. Mótið fer fram dagana 8.-9. apríl í Whirlwind golfklúbbnum, í Chandler, Arizona og lýkur í dag. Þátttakendur eru 119 frá 20 háskólum. Einmitt nú er verið að spila 3. og lokahringinn og má fylgjast með á skortöflu hér að neðan. Til þess að fylgjast með gengi Jóhannesar og félaga í Stephen F. Austin SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þórunn Einarsdóttir og Ólöf María Einarsdóttir – 9. apríl 2019

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Ólöf María Einarsdóttir og Þórunn Einarsdóttir. Þórunn er fæddi 9. apríl 1959 og á því 60 ára merkisafmæli í dag.  Hún er í Golfklúbbi Hólmavíkur. Komast má á facebook síðu Þórunnar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Þórunn Einarsdóttir – Innilega til hamingju með 60 ára merkisafmælið!!! Hinn afmæliskylfingurinn er Ólöf María Einarsdóttir. Ólöf María er fædd 9. apríl 1999 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hún var afrekskylfingur með Golfklúbbnum Hamri í Dalvík en er nú í Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Ólöf María er í sambandi með Jason Nóa Arnarssyni. Komast má á facebook síðu Ólafar Maríu hér að neðan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2019 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Móti sem Gísli og Hlynur áttu að taka þátt í Aggie Inv. aflýst v/veðurs

Gísli Sveinbergsson GK og lið hans í bandaríska háskólgolfinu, Kent State og Hlynur Bergsson, GKG og lið hans University of North Texas (UNT) áttu að taka þátt í Aggie Inviational mótinu. Mótsstaður var College Station, í Bryan, Texas og mótstími dagana 6.-7. apríl s.l. Hlynur var í forystu í liði sínu ásamt liðsfélaga sínum, Svíanum Forsberg þegar leik var frestað á laugardeginum (fyrri keppnisdegi) vegna slæms veðurs. Á sunnudeginum batnaði veðrið ekki mikið og var mótinu því aflýst. Gísli og Kent State mæta næst til leiks í Boilermaker mótinu, sem fram fer 13.-14. apríl n.k. en Hlynur og félagar í UNT spila næst 21. apríl  

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Margrét Sigmundsdóttir – 8. apríl 2019

Það er Margrét Sigmundsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Margrét er fædd 8. apríl 1964 og er félagi í Golfklúbbnum Keili (GK) í Hafnarfirði. Margrét hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum með góðum árangri t.a.m. Art Deco 2011, þar sem hún var meðal efstu á 31 punkti hún var með 28 pkt. í Nurse Open 2011, en 9. júní 2006 sigraði hún það mót, sem þá var haldið á Bakkakotsvelli. Eins varð Margrét fyrst kvenna til þess að vinna Rauða Jakkann eftirsótta á Haukamótinu í ágúst 2009, en metþátttaka var í mótinu eða um 119 keppendur. Margrét varð í 1. sæti í punktakeppninni með 42 glæsilega punkta. Margrét er gift Lesa meira