Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2019 | 07:00

Opna bandaríska 2019: Woodland m/forystu f. lokahringinn

Það er bandaríski kylfingurinn Gary Woodland sem hefir forystuna fyrir lokahring Opna bandaríska, 3. risamótsins hjá körlunum.

Woodland er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 202 höggum (68 65 69).

Justin Rose er aðeins 1 höggi á eftir á samtals 10 undir pari, 203 höggum (65 70 68).

Síðan eru 3 kylfingar: Brooks Koepka, sem á titil að verja; Louis Oosthuizen og Chez Reavie, sem enn á eftir að sigra í risamóti á samtals 7 undir pari, hver.

Sjá má stöðuna á Opna bandaríska með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 3. dags á Opna bandaríska með því að SMELLA HÉR: