Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2019 | 15:30

Íslandsbankamótaröðin 2019 (3): Markús Marelsson Íslandsmeistari í fl. 14 ára og yngri

Það var Markús Marelsson, GKG, sem stóð uppi sem sigurvegari í strákaflokki 14 ára og yngri í dag á Íslandsmóti unglinga í holukeppni.

Hann hafði betur gegn Skúla Gunnari Ágústssyni, GA í úrslitaleiknum 4&3.

Í baráttunni um 3. sætið sigraði Veigar Heiðarsson, GHD, Gunnlaug Árna Sveinsson, GKG, en viðureign þeirra fór á 19. holu.

Úrslitin í strákaflokki á Íslandsmóti unglinga í holukeppni eru því eftirfarandi:

1. sæti Markús Marelsson, GKG Íslandsmeistari

2. sæti Skúli Gunnar Ágústsson, GA.

3. sæti Veigar Heiðarsson, GHD.

Mótið fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík dagana 14.-16. júní 2019 og lauk því í dag.

Sjá má öll úrslit með því að SMELLA HÉR :