Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2019 | 22:00

Strákarnir okkar sigruðu Tékka

Íslenska golfkarlalandsliðið bar sigurorð af Tékkum í undanúrslitum í B-riðli EM áhugamanna.

Sigraði sveit Íslands lið Tékka 4&1.

Í fjórmenningsviðureigninni unnu Birgir Björn Magnússon GK og Gísli Sveinbergsson GK þá Petr Janik og Krystof Strycek og fór leikar á 19. holu.

Í tvímenningnum sigraði Rúnar Arnórsson, GK, Matayas Zapletal 2&0.

Aron Snær Júlíusson, GKG sigraði Jakub Bares 1&0.

Dagbjartur Sigurbrandsson GR sigraði Simon Zach 2&1.

Bjarki Pétursson, GB, tapaði viðureign sinni fyrir Jiri Zuska 2&1.

Íslenska karlalandsliðið er í 11. sæti á EM áhugamanna eftir 2. keppnisdag.

Sjá má stöðuna á EM áhugamanna með því að SMELLA HÉR: