Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2019 | 23:00

Opna breska 2019: MacIntyre skammaði Stanley fyrir að hrópa ekki „fore!“

Robert MacIntyre er ekki þekkt nafn í heimsgolfinu. Hann er skoskur og tekur í fyrsta skipti þátt í Opna breska. MacIntyre er fæddur 3. ágúst 1996 og á því 23 ára afmæli nú á næstunni. Hann er ungur og á uppleið. Í þessu fyrsta skipti sem hann tekur þátt í Opna breska var hann í ráshóp með bandaríska kylfingnum Kyle Stanley og Andrew „Beef Johnson. Þó MacIntyre sé nýr á senu heimsgolfsins þá vílaði hann ekki fyrir sér að skamma hinn tvöfalda PGA Tour sigurvegara Stanley fyrir að hrópa ekki „fore“ þegar drive hans á 17. fór inn í áhorfendahóp. MacIntyre og „Beef“ hrópuðu báðir „fore“ en þá var það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2019 | 22:00

Opna breska 2019: Staðan e. 3. dag

Það er írski kylfingurinn Shane Lowry sem er í forystu fyrir lokahring Opna breska, 4. og síðasta risamótsins á árinu hjá körlunum. Lowry átti frábæran 3. hring á Royal Portrush upp á 63 glæsihögg,  sem kom honum í 1. sætið. Hann er samtals búinn að spila á 16 undir pari, 197 höggum (67 67 63). Lowry á 4 högg á næsta mann, sem er Tommy Fleetwood, en Fleetwood hefir spilað á 12 undir pari, 201 höggi ( 68 67 66). Einn í 3. sæti er síðan JB Holmes (10 undir pari) og Brooks Koepka og Justin Rose deila 4. sætinu (á 9 undir pari) og Lee Westwood og Rickie Fowler Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (29)

One golfer was a determined, if not very proficient, player. At each swipe he made at the ball, earth flew in all directions. “Gracious me,” he exclaimed red-faced to his caddie, “the worms will think there’s been an earthquake.” “I don’t know,” replied the caddie, “the worms around here are very clever. I’ll bet most of them are hiding underneath the ball for safety.”

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Henning Darri Þórðarson – 20. júlí 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Henning Darri Þórðarson. Henning Darri er fæddur 20. júlí 1998 og er því 21 árs í dag!!! Henning Darri er í Golfklúbbi Keilis í Hafnarfirði (GK). Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Fred „Butch“ Baird 20. júlí 1936 (83 ára); Betty Burfeindt, 20. júlí 1945 sigurvegari LPGA Championship (74 ára); Þórleifur Gestsson, 20. júlí 1966 (53 árs); Aslaug Fridriksdottir, 20. júlí 1968 (51 árs); Thomas Cregg Scherrer, 20. júlí 1970 (49 ára); Sophie Sandolo 20. júlí 1976 (43 ára); James Bongani Kamte, 20. júlí 1982 (37 ára); Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir (35 ára); Baldur Friðberg Björnsson, 20. júlí 1990 (29 ára ); Birgitta R Birgis; Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2019 | 08:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR voru báðir á meðal keppenda á Áskorendamótaröð Evrópu í þessari viku. Mótið, sem þeir kepptu á, ber heitið Euram Bank Open og er keppt í GC Adamstal, í Ramsau, Austurríki og stendur 18.-21. júlí. Hvorugur þeirra náði niðurskurði, sem var miðaður við samtals 1 undir pari eða betra. Birgir Leifur lék á samtals 1 yfir pari, 141 höggi (71 70) og var aðeins 2 höggum frá því að ná niðurskurði. Guðmundur Ágúst lék á samtals  5 yfir pari, 145 höggum (68 77). Guðmundur var enn í góðum málum eftir fyrri 9 á seinni keppnishring; búinn að fá 2 skolla og þurfti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2019 | 16:30

Opna breska 2019: Tiger úr leik

Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurð á Opna breska. Hann sigraði s.s. allir muna á Masters risamótinu í vor, varð T-21 í Opna bandaríska en komst hvorki í gegnum niðurskurð á PGA Championship né núna á Opna breska. Tiger lék á samtals 6 yfir pari, 148 höggum (78 70) og þó nokkrir eigi eftir að ljúka leik er næsta víst að hann kemst ekki gegnum niðurskurðinn, sem miðast, sem stendur við 1 yfir pari. Skrítinn undirbúningur Tigers, þ.e. að vakna um miðjar nætur til þess að venja líkama sinn við tímamismun milli Evrópu og Bandaríkjanna virðist því ekki hafa borið árangur – Sjá frétt Golf 1 þar um með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Arnfinna Björnsdóttir – 19. júlí 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Arnfinna Björnsdóttir. Arnfinna er fædd 19. júlí 1942 og á því 77 ára afmæli í dag!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sighvatur Blöndahl Frank Cassata 19. júlí 1954 (55 ára); Signhild Birna Borgþórsdóttir, 19. júlí 1963 (56 ára); Bethan Popel, 19. júlí 1995 (24 ára); Einhleypir Síða Fyrir Ykkur Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2019 | 09:00

Tryggvi á glæsilegum -3

Íslandsmót 50+ stendur nú yfir á Vestmannaeyjavelli. Tryggvi Valtýr Tryggvason, GÖ, á titil að vera frá því í fyrra og hann byrjaði vel, lék Vestmannaeyjavöll á glæsilegum 3 undir pari, 67 höggu; fékk 1 örn, 4 fugla, 10 pör og 3 skolla. Í kvennaflokki er Þórdís Geirsdóttir, GK efst en hún lék 1. hring á 6 yfir pari, 76 höggum. Sjá má stöðuna eftir 1. dag hér að neðan: Karlar: 1 Tryggvi Valtýr Traustason GÖ 0 -3 F -3 67 67 T2 Sigurður Aðalsteinsson GÖ 3 1 F 1 71 71 T2 Frans Páll Sigurðsson GR 2 1 F 1 71 71 T4 Þorsteinn Reynir Þórsson GKG 7 2 F Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2019 | 08:00

GSG: LEIÐRÉTT FRÉTT!!! Katrín og Hafsteinn Þór klúbbmeistarar 2019

Rangt var farið með nafn klúbbsmeistara kvenna í Golfklúbbi Sandgerðis hér á Golf 1, þar sem sagt var frá því að Milena Medic hefði orðið klúbbmeistari í 4. sinn í röð. Hið rétta er að í kvennaflokki fór fram punktakeppni og í henni sigraði Katrín Benediktsdóttir, var samtals með 84 punkta (27 32 25). Er Katrín beðin velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Fréttin birtist hér að nýju leiðrétt: Meistaramót Golfklúbbs Sandgerðis fór fram 3.-6. júlí sl. Þátttakendur, sem luku keppni voru 33 og kepptu þeir í 7 flokkum. Klúbbmeistarar GSG 2019 eru þau Katrín Benediktsdóttir og Hafsteinn Þór F Friðriksson og varði Hafsteinn titil sinn frá því í fyrra. Sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2019 | 23:00

Ólafía og Cheyenne úr leik

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Cheyenne Woods tóku þátt í Dow Great Lakes Bay Invitational, sem er mót með nýju keppnisfyrirkomulagi á LPGA, þ.e. tveir kylfingar keppa saman í liðakeppni. Ólafía Þórunn og Cheyenne komust ekki í gegnum niðurskurð og er því úr leik. Mótið fer fram í Midland, Michigan, dagana 17.-20. júlí 2019. Í efsta sæti eftir 2. keppnisdag eru þær Karine Icher og Celine Boutier frá Frakklandi og Stephanie Meadows frá Englandi og Giulia Molinari frá Ítalíu en þessi tvö lið hafa samtals spilað á 10 undir pari. Sjá má stöðuna á Dow Great Lakes Bay Invitational með því að SMELLA HÉR: