Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2019 | 23:00

Opna breska 2019: MacIntyre skammaði Stanley fyrir að hrópa ekki „fore!“

Robert MacIntyre er ekki þekkt nafn í heimsgolfinu.

Hann er skoskur og tekur í fyrsta skipti þátt í Opna breska.

MacIntyre er fæddur 3. ágúst 1996 og á því 23 ára afmæli nú á næstunni.

Hann er ungur og á uppleið.

Í þessu fyrsta skipti sem hann tekur þátt í Opna breska var hann í ráshóp með bandaríska kylfingnum Kyle Stanley og Andrew „Beef Johnson.

Þó MacIntyre sé nýr á senu heimsgolfsins þá vílaði hann ekki fyrir sér að skamma hinn tvöfalda PGA Tour sigurvegara Stanley fyrir að hrópa ekki „fore“ þegar drive hans á 17. fór inn í áhorfendahóp.

MacIntyre og „Beef“ hrópuðu báðir „fore“ en þá var það of seint högg Stanley hafði hæft móður kylfusveins MacIntyre (Greg Milne).

Þegar við gengum niður síðustu (18. brautina) þá var ég alls ekki ánægður með hvað hafði gerst á 17. braut,“ sagði MacIntyre. „Félagi í ráshóp mínum (Stanley) hrópar ekki „fore“ bolti hans fór í áhorfendahóp og við hrópuðum „fore“ þegar við urðum þessa meðvitaðir. Hann bara stóð þarna og horfði á. Fólkið hafði ekki nægilega mikið svigrúm til að bregðast við þegar við hrópuðum. „

Hann (boltinn) hæfði mömmu (Greg Milne).  Þannig að ég sagði honum til syndanna. Hann var ekki ánægður og líkaði ekki viðbrögð mín. Hann er sá eini sem ég hef séð gera þetta. Höggið var beint í áhorfendahópinn. Það var alltaf á leið þangað. Og við ætlumst til þess að hann öskri „fore“. Það er allt í lagi með hana (móður Greg Milne), held ég, en þetta er ekki það sem maður vill sjá.“

Fyrr á þessu ári sendi PGA Tour minnisblað til leikmanna mótaraðarinnar með beiðni um að öskra „fore“ þegar högg færu úrskeiðis, það að pata væri ekki nægilega.

Í minnisblaðinu sagði m.a.: „Meiðsli áhorfenda er nokkuð sem PGA Tour hefir verulegar áhyggjur af. Félagar á mótaröðinni eru minntir á að nota orðið „fore“ sem er hefðbundið og viðbúin aðvörun/siðaregla þegar hætta er á að einhver verði fyrir höggi.“

Öskra á fore“ hélt MacIntyre áfram. „Þessi bolti var á leiðinni beint í áhorfendahópinn, alveg frá byrjun sá maður að hann var á leið þangað. Við öskruðum, ég og Beef, þegar hann var á leið þangað. En fólkið hafði ekki tíma þá. Það var of seint og fólk að kasta sér frá á síðustu stundu. Þau ættu að fá meiri tíma. Þetta er á (minnis-) blaðinu að maður eigi að öskra „fore“

MacIntyre og Stanley náðu báðir niðurskurði, spiluðu á 2 undir pari og pari, en Beef komst ekki gegnum niðurskurð.  Fyrir lokahringinn er MacIntyre T-29 með hringi upp á (68 72 71) en Stanley er T-51  með hringi upp á (75 67 73).