Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2019 | 22:00

Opna breska 2019: Staðan e. 3. dag

Það er írski kylfingurinn Shane Lowry sem er í forystu fyrir lokahring Opna breska, 4. og síðasta risamótsins á árinu hjá körlunum.

Lowry átti frábæran 3. hring á Royal Portrush upp á 63 glæsihögg,  sem kom honum í 1. sætið.

Hann er samtals búinn að spila á 16 undir pari, 197 höggum (67 67 63).

Lowry á 4 högg á næsta mann, sem er Tommy Fleetwood, en Fleetwood hefir spilað á 12 undir pari, 201 höggi ( 68 67 66).

Einn í 3. sæti er síðan JB Holmes (10 undir pari) og Brooks Koepka og Justin Rose deila 4. sætinu (á 9 undir pari) og Lee Westwood og Rickie Fowler deila 6. sætinu (á 8 undir pari, hvor).

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Opna breska SMELLIÐ HÉR: