LET Access: Berglind úr leik
Berglind Björnsdóttir, GR tók þátt í Santander Golf Tour LETAS Valencia mótinu. Hún lék á samtals 16 undir pari, 160 höggum (76 84) og komst ekki í gegnum niðurskurð. Niðurskurður var miðaður við samtals 5 yfir pari eða betra. Í efsta sæti eftir 2. dag er belgíski kylfingurinn Manon De Roey á samtals 5 undir pari (68 71). Sjá má eldri kynningu Golf 1 á De Roey með því að SMELLA HÉR: Mótið fer fram í Club de Golf Escorpion, í Valencia, á Spáni. Sjá má stöðuna á Santander mótinu með því að SMELLA HÉR:
Opna breska 2019: Holmes í forystu e. 1. dag
Í dag, fimmtudaginn 18. júlí 2019, hófst 148. Opna breska risamótið á Royal Portrush, á N-Írlandi. Eftir 1. keppnisdag er bandaríski kylfingurinn JB Holmes efstur, en hann kom í hús á 5 undir pari, 66 höggum. Í 2. sæti er síðan írski kylfingurinn Shane Lowry, á 4 undir pari, 67 höggum. Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Opna breska með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 1. dags á Opna breska með því að SMELLA HÉR:
Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst T-31 og Birgir Leifur T-91 e. 1. dag
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR eru báðir á meðal keppenda á Áskorendamótaröðinni í þessari viku. Mótið ber heitið Euram Bank Open og er keppt í GC Adamstal, í Ramsau, Austurríki. Mótið hófst í morgun, fimmtudaginn 18. júlí og lýkur sunnudaginn 21. júlí. Birgir Leifur lék 1. hring á 1 yfir pari, 71 höggi og er sem stendur T-91 og undir niðurskurðarlínu. Guðmundur Ágúst lék á 2 undir pari, 68 höggum og er T-31. Miðað við stöðuna eftir 1. dag komast þeir í gegnum niðurskurð sem eru á 1 undir pari eða betra og er Guðmundur Ágúst því ofan niðurskurðarlínu og vonandi verður hann það enn á Lesa meira
Hatton henti kylfu í reiðikasti
Enski kylfingurinn Tyrrell Hatton er skapheitur og sl. helgi á Aberdeen Standard Investments Scottish Open, þ.e. Opna skoska var feilhögg hans nóg til þess að hann missti stjórn á sér. Þegar hann var að spila 2. högg sitt á par-4 10. brautinni í Renaissance klúbbnum, þurfti Hatton að húkka í kringum tré sem var í vegi hans að flöt. Þegar bolti hans fór í tré, varð Hatton svo reiður að hann henti kylfunni aftur fyrir sig í átt að 11. braut. „Bara u.þ.b. 130 yarda frá holu varð hann að húkka í kringum tré,“ sagði núverandi golffréttaskýrandi NBC / Golf Channel’s Jim “Bones” Mackay og fyrrverandi kylfusveinn Phil Mickelson. Síðan Lesa meira
LEK: Íslandsmót 50+ og 65+ hófst í Eyjum í dag
Íslandsmót kylfinga 50+ hófst í dag og fer fram dagana 18.-20 júlí í Vestmannaeyjum. Alls eru 128 keppendur skráðir til leiks, 42 konur og 86 karlar. Keppendur koma frá 18 golfklúbbum víðsvegar af landinu. Flestir eru úr Golfklúbbi Reykjavíkur eða 29 keppendur, þar á eftir kemur GK með 28. Heimamenn úr Golfklúbbi Vestmannaeyja eru fjölmennir með 19 keppendur. Sjá má skor keppenda gegnum þennan tengil inn á golf.is SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Sir Nick Faldo —– 18. júlí 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Nick Faldo. Faldo er fæddur 18.júlí 1957 og á því 62 ára afmæli í dag! Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1976 eða fyrir 43 árum og hefir á ferli sínum sigrað í 40 mótum þ.á.m. 6 risamótum og 9 sinnum á PGA og 30 sinnum á Evróputúrnum. Sigrarnir hans 30 gera hann að þeim kylfingi sem er í 5. sæti yfir þá sem oftast hafa sigrað á evrópsku mótaröðinni. Einkalíf kylfingsins frábæra er flókið en hann er mikill kvennamaður. Um það hefir greinarhöfundur áður birt eftirfarandi grein um aðlaða afmælisbarnið: Sexfaldur sigurvegari risamóta í golfi, Sir Nick Faldo er mikill kvennamaður. Hann kynntist fyrstu eiginkonu sinni, Melanie Lesa meira
GSG: Milena og Hafsteinn Þór klúbbmeistarar 2019
Meistaramót Golfklúbbs Sandgerðis fór fram 3.-6. júlí sl. Þátttakendur, sem luku keppni voru 33 og kepptu þeir í 7 flokkum. Klúbbmeistarar GSG 2019 eru þau Milena Medic og Hafsteinn Þór F Friðriksson og vörðu þau titla sína frá því í fyrra. Þess mætti geta að þetta er 4. árið í röð sem Milena verður klúbbmeistari kvenna hjá GSG og er þetta glæsilegt hjá henni!!! Sjá má úrslit í öllum flokkum hér fyrir neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Hafsteinn Þór F Friðriksson GSG 1 5 F 17 74 77 77 77 305 2 Magnús Ríkharðsson GSG 3 4 F 28 81 77 82 76 316 3 Hlynur Jóhannsson GSG 4 7 F Lesa meira
Ólafía og Cheyenne byrja ekki vel
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á meðal keppenda á LPGA mótaröðinni í þessari viku. Mótið heitir The Dow Great Lakes Bay Invitational og er keppnisfyrirkomulagið með óhefðbundnum hætti. Í fyrsta sinn er keppt í tveggja manna liðum á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumótaröð heims hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki. Mótið fer fram á Midland vellinum í Michigan. Keppendur eru alls 144 og er þeim skipt niður í 72 lið. Ólafía Þórunn er í liði með Cheyenne Woods, sem lék með Ólafíu í háskólaliðinu Wake Forest á sínum tíma. Bandaríski kylfingurinn er eins og nafnið gefur til kynna frænka Tiger Woods. Í fyrstu og þriðju umferð skiptast kylfingarnir í liðunum á að slá einn Lesa meira
Evróputúrinn: Jimenez setur met!
Miguel Ángel Jiménez er við það að setja met á morgun, 18. júlí 2019. Þá verður hann aðeins annar af tveimur í sögu Evróputúrsins til þess að hafa spilað í 700 mótum, þegar hann tíar upp á Opna breska á morgun. Mótið fer fram í 148. sinn og í þetta sinn á Royal Portrush golfklúbbnum, á N-Írlandi. Jiménez gerðist atvinnumaður 1982 og var fullgildur meðlimur á Evróputúrnum þegar hann ávann sér kortið sitt í gegnum úrtökumót 1988. Jafnframt er þetta 32. tímabil hans á Evróputúrnum. Já, Jiménez setur hvert metið á fætur öðru!!! Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Jiménez með því að SMELLA HÉR:
LET Access: Berglind T-63 e. 1. dag í Valencia
Berglind Björnsdóttir, GR er meðal keppenda á Santander Golf Tour LETAS Valencia mótinu. Mótið fer fram í Club de Golf Escorpion, í Valencia, á Spáni. Berglind lék 1. hringinn á 4 yfir pari, 76 höggum. Hún fékk 3 fugla, 3 skolla og því miður líka 2 tvöfalda skolla. Sem stendur er Berglind T-63 og 2 höggum frá því að komast gegnum niðurskurð, eins og niðurskurðarlínan lítur út nú. Í efsta sæti eftir 1. dag er enski kylfingurinn Charlotte Leathem, en hún lék á 5 undir pari 67 höggum. Við á Golf 1 sendum Berglindi baráttukveðju og vonum að allt gangi sem best á morgun!!! Til þess að sjá stöðuna á Santander Golf Tour Lesa meira









