Úrtökumótin f. Evróputúrinn: Andri Þór, Bjarki og Rúnar komust á 2. stigið!!!
Þrír íslenskir kylfingar náðu í dag þeim glæsilega árangri að komast á 2. stig úrtökumóts fyrir Evróputúrinn af Fleesensee úrtökumótinu í Þýskalandi. Þetta eru þeir Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson, GB og Rúnar Arnórsson, GK. 16 efstu og þeir sem jafnir voru í 16. sætinu komust á 2. stigið. Framangreindu íslensku kylfingarnir 3 voru allir jafnir í 12. sæti úrtökumótsins. Axel Bóasson, GK og Ragnar Már Garðarsson, GKG náðu ekki að vera meðal efstu 16 eða þeirra sem jafnir voru í 16. sæti. Aron Snær Júlíusson, GKG komst ekki gegnum niðurskurð eftir 3. dag. Sjá má lokastöðuna á úrtökumótinu í Fleesensee, Þýskalandi með því að SMELLA HÉR:
LET Access: Guðrún Brá náði niðurskurði!!!
Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK taka þátt í móti vikunnar á LET Access mótaröðinni, WPGA International Challenge 2019. Mótið hófst í gær og stendur dagana 12.-14. september. Mótsstaður er Stoke by Nayland Hotel Golf & Spa golfstaðurinn í Stoke By Nayland, í Englandi. Guðrún Brá hefir samtals spilað á 3 yfir pari, 147 höggum (73 74) og komst gegnum niðurskurð – er T-27, þ.e. jöfn öðrum kylfingum í 27. sæti mótsins. Berglindi komst ekki gegnum niðurskurð. Sjá má stöðuna á WPGA International Challenge 2019 með því að SMELLA HÉR:
Solheim Cup 2019: Evrópa 4 1/2 – Bandaríkin 3 1/2
Eftir föstudags betri boltann er lið Evrópu yfir gegn liði Bandaríkjanna 4 1/2 – 3 1/2. Leikirnir eftir hádegi fóru með eftirfarandi hætti: Suzann Petterson og Anne Van Dam (lið Evrópu) unnu Lizette Salas og Danielle Kang (lið Bandaríkjanna) 4&2 Anna Nordqvist og Caroline Hedwall (lið Evrópu) töpuðu f. Angel Yin og Ally McDonald (lið Bandaríkjanna) 7&5 Charlie Hull og Azahara Muñoz (lið Evrópu) skildu jöfn við Nelly Korda og Brittany Altomare (lið Bandaríkjanna) Brontë Law og Carlotta Ciganda (lið Evrópu) skildu jöfn við Jessica Korda og Lexi Thompson (lið Bandaríkjanna). Sjá má stöðuna á Solhei Cup 2019 eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Sigurtvennd Evrópu Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þorsteinn Hallgrímsson – 13. september 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Þorsteinn Hallgrímsson. Þorsteinn er fæddur 13. september 1969 og er því 50 ára STÓRAFMÆLI í dag. Þorsteinn er kvæntur Ingibjörgu Valsdóttur og þau eiga þau tvö börn: Kristínu Maríu og Val Þorstein. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Þorstein með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Steina til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Þorsteinn Hallgrímsson (50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Yurio Akitomi, 13. september 1950 (69 ára); Ívar Örn Arnarson, GK f. 13. september 1963 (56 ára) ….. og ….. Bæjarblaðið Mosfellingur Golf 1 óskar Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2020: Robby Shelton (23/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Lesa meira
Solheim Cup 2019: Bandaríkin 1 1/2 – Evrópa 2 1/2 – Leikirnir e.h.
Eftir föstudagsleikina fyrir hádegi er lið Evrópu 1 stigi yfir!!! 🙂 Leikar í fjórmenningnum f.h. fóru með eftirfarandi hætti: Brontë Law og Carlotta Ciganda (lið Evrópu) skildu jöfn við Marinu Alex og Morgan Pressel (lið Bandaríkjanna) Georgia Hall og Celine Boutier (lið Evrópu) unnu Lexi Thompson og Brittany Altomare (lið Bandaríkjanna) 2&1 Caroline Massonn og Jodi Ewart Shadoff (lið Evrópu) töpuðu stórt f. Korda-systrunum (lið Bandaríkjanna) 6&4 Azahara Muñoz og Charlie Hull (lið Evrópu) unnu Megan Khang og Annie Park (lið Bandaríkjanna) 2&1 Eftir hádegi mætast eftirfarandi kylfingar í fjórbolta: Suzann Petterson og Anne Van Dam (lið Evrópu) spila við Lizette Salas og Danielle Kang (lið Bandaríkjanna) Anna Nordqvist og Caroline Hedwall Lesa meira
Solheim Cup 2019: MacDonald kemur í stað Lewis
Þriðjudaginn sl. tilkynnti fyrirliði liðs Bandaríkjanna, Juli Inkster, að einn liðsmaður liðs Bandaríkjanna, Stacy Lewis, hefði dregið sig úr keppni vegna bakmeiðsla. Það er 1. varamaður, Ally McDonald sem tekur sæti Lewis. „Stacy er ein af áköfustu keppnismanneskjum sem ég hef fyrir hitt. Ég veit að þetta var ótrúlega erfið ákvörðun fyrir hana, en hún hafði hagsmuni liðsins að leiðarljósi,“ sagði Inkster eftir að Lewis hafði dregið sig úr keppni.“ „Stacy mun vera með liði Bandaríkjanna í keppninni og er mikill ávinningur að hafa hana.“ „Ég er gífurlega vonsvikin að geta ekki keppt. Ég er keppnismanneskja og vil spila, en ég fékk í bakið í sl. viku,“ sagði Lewis. „Ég Lesa meira
Solheim Cup 2019: Fjórmenningsleikir föstudagsins f.h.
Í dag, föstudaginn 13. september hefst Solheim Cup á Gleneagles í Skotlandi; Ryder Cup kvennagolfsins. Fyrirliðar liðs Evrópu og Bandaríkjanna tilkynntu um hverjar mætast í fjórmenningsleikjum dagsins í dag, þ.e. fyrir hádegi. Eftirfarandi kylfingar mætast í fyrstu leikjunum: Kl. 8:10 að staðartíma (7:10 að íslenskum tíma): Opnunarleikurinn: Brontë Law (lið Evrópu) Marina Alex (lið Bandaríkjanna) Carlotta Ciganda (lið Evrópu) g Morgan Pressel (lið Bandaríkjanna) Kl. 8:22 að staðartíma (7:22 að íslenskum tíma): Georgia Hall (lið Evrópu) Lexi Thompson (lið Bandaríkjanna) Celine Boutier (lið Evrópu) g Brittany Lesa meira
Karlalandsliðið 50+ varð í 17. sæti á EM
Karlalandsliðs Íslands skipað leikmönnum 50 ára og eldri keppti á Evrópumótinu sem fram fór í Rungsted golfklúbbnum, í Danmörku, 3.-7. september 2019 sl. Liðið var þannig skipað: Tryggvi Valtýr Traustason (GÖ), Guðmundur Arason (GR), Sigurður Aðalsteinsson (GÖ), Frans Páll Sigurðsson (GR), Sigurjón Arnarson (GR) og Einar Long (GR). 4. keppnisdagur: Ísland tryggði sér 17. sætið með 4-1 sigri gegn Lúxemborg. Einar Long og Sigurður Aðalsteinss sigruðu 5/4 í fjórmenning. Guðmundur Arason og Tryggvi Valtýr Traustason gerðu jafntefli í sínum leikjum. Frans Páll Sigurðsson sigraði 5/4, Sigurjón Arnarsson sigraði einnig 5/4. 3. keppnisdagur: Ísland sigraði Slóvakíu 4 1/2 – 1/2 í undanúrslitum um sæti 17-20. Einar Long og Sigurður Aðalsteinsson unnu Lesa meira
Myndskeið: Im með ás
Nýliði ársins á bandaríska PGA Tour, Sungjae Im, frá S-Kóreu, gerir ekki endasleppt. Hann fékk holu í höggi í móti vikunnar á PGA, The Greenbrier. Ásinn kom á par-3 15. holu The Old White TPC, þar sem mótið fer fram. Brautin er 233 yarda þ.e. 213 metra. Glæsilegt hjá Im! Sjá má myndskeiðið af ás Im með því að SMELLA HÉR:










