Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Michael Gligic (9/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals.

Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Scottie Scheffler, með 2935 stig.

Síðan verða kynntir þeir 25 sem komust á PGA Tour gegnum Korn Ferry Tour Finals.

Í dag verður kynntur sá kylfingur varð í 17. sæti eftir reglulega tímabilið, Michael Gligic, sem var með 920 stig á stigalista Korn Ferry Tour.

Michael Gligic fæddist 19. september 1989 í Burlington, Kanada og verður því þrítugur eftir viku.

Gligic á einn bróður Davíd og eina systur Victoríu. Bróðir hans er haldinn einhverfu og því eru góðgerðarsamtökin sem Gligic styður einhverfusamtök.

Hann byrjaði að spila golf 7 ára, og spilaði einnig hokkí í 7 ár Burlington Eagles og hafnarbolta með Burlington Canadian Tour Q-School Bulls, en ástríðan hans var golfið.

Gligic er 1,93 m á hæð og 82 kg.

Michael Gligic gerðist atvinnumaður í golfi árið 2008 eða fyrir 11 árum.

Árið 2008 átti hann lægsta hring sinn til þessa; spilaði á 62 höggum. Þetta ár, 2008 fór hann í úrtökumót og varð í 4. sæti og komst þannig á kanadíska PGA, þar sem hann hefir mestmegnis spilað.

Árið 2009 sigraði hann á Great Lakes Tour platinum Event í Hidden Lake og varði titil sinn 2010. Jafnframt sigraði hann á  Great Lakes Tour Match Play 2009 og

Árið 2010: sigraði á Great Lakes Tour platinum event at Cobble Beach og varð í 2. sæti á stigalista mótaraðarinnar.

Árið 2011: Varð í 1. sæti á stigalista Great Lakes Tour. Hann sigraði á úrtökumóti Canadian Tour Q-School og fékk fullan spilarétt á mótaröðinni fyrir árið 2012. Þetta ár sigraði hann einnig á  Great Lakes Tour Championship (Moe Norman Cup – í 2. sinn) og Great Lakes Tour event á Heron Point. Þetta ár setti hann líka vallarmet og bætti persónulega met sitt um höggafjölda þegar hann spilaði á 60 höggum á the Canadian Tours Seaforth Country Classic.

Árið 2012: Fékk keppnisrétt á suður-afríska Sólskinstúrnum fyrir 2013 keppnistímabilið. Sigraði ATB Financial Classic  á Canadian Tour.

Árið 2013: Varð Mandarin Tour meistari og efstur á stigalista þeirrar mótaraðar.

Árið 2014: Var fulltrúi Kanada í Bridgestone Americas Cup í Argentínu.

Árin 2015-2018: spilaði mestmegnis í Kanada, en 2017 líka á Web.com Tour og 2018 í fyrsta móti sínu á PGA Tour, RBC Canadian Open, þar sem hann komst ekki í gegnum niðurskurð.

Árið 2019: Komst á Korn Ferry Tour og sigraði í 1 móti: Panama Championship, sem ávann honum spilaréttindi á bestu mótaröð heims, PGA Tour, keppnistímabilið 2019-2020.

Gligic er kvæntur Natöshu og býr í Kitchener, Ontario í Kanada. Eitt markmiða hans í lífinu er að styðja við bakið á fyrirtæki eiginkonu sinnar @WalkIntheBark.

Eins er Gligic hjátrúafullur og notar alltaf 25 centa pening fyrir boltamerki.

Sem stendur er Gligic nr. 383 á heimslistanum. Einn þjálfara hans var Sean Foley, sá sami og þjálfaði Tiger Woods um tíma.

Sjá má ágætist grein um Gligic í Saskatoon Star Phoenix með því að SMELLA HÉR: