Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2019 | 11:15

Solheim Cup 2019: Sigurpútt Catrionu 2013!

Skoski kylfingurinn Catriona Matthew er fyrirliði evrópska liðsins í Solheim Cup, en hún er á heimavelli, því þetta helsta mót kvennagolfsins, sem fer fram annað hvert ár, mun í ár fara fram í Gleneagles í Skotlandi, heimalandi Matthew, dagana 13.-15. september n.k.

Auðvitað vonast Catriona eftir að ná Solheim bikarnum aftur til Evrópu.

Lið Evrópu vann síðast 2013 og þá var það engin önnur en Catriona sem átti sigurpúttið.

Catriona spilaði í 9 Solheim Cup mótum og var í 3 sigurliðum.

En rifjum upp sigur Evrópu 2013:

Eftir 1. daginn var sveit Evrópu með 2 stiga forskot á þær bandarísku. Í laugardags fjórboltanum vann Evrópa alla leiki sína og staðan 10,5 -5.5. Síðan var bara eftir hápunktur mótsins: tvímenningsleikir sunnudagsins.

Þar mætti Catriona hinni bandarísku Gerinu Piller.

Anna Nordqvist náði hálfu stigi í opnunarleiknum meðan Charley Hull, Carlota Ciganda og Caroline Hedwall – sem allar eru í 2019 liðinu – tryggðu liði Liselotte Neumann þ.e. Evróu 14 stig og tryggði að bikarinn myndi vera áfram í Evrópu.

Það var þá sem Catriona innsiglaði sigurinn aðeins mínútum síðar með því að setja niður 1 1/2 m pútt og náði þar með í 1/2 stigið sem þurfti til þess að Evrópa héldi bikarnum í fyrsta sinn, en lið Evrópu hafði sigrað tveimur árum fyrr, 2011, á Írlandi.

Árið 2013 vann lið Evrópu með mesta mun nokkru sinni á liðunum 18-10.

Undarlegt nokk þá er 2013 sigurpúttið ekki uppáhaldsminning Catrionu frá Solheim Cup – en uppáhaldmóment hennar má sjá með því að SMELLA HÉR: