Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2019 | 12:00

LET: Valdís Þóra T-27 e. 3. dag í Kenía

Valdís Þóra Jónsdóttir GL tekur þátt í Magical Kenya Ladies Open, sem er lokamót Evrópumótaraðar kvenna (LET).

Í morgun var 3. hringurinn spilaður og lék Valdís Þóra á 69 höggum.

Samtals er hún því búin að spila á 3 yfir pari, 219 höggum (76 74 69).

Vegna hins góða 3. hringjar er Valdís Þóra nú jöfn 7 öðrum í 27. sæti.

Sjá má stöðuna á Magical Kenya Ladies Open með því að SMELLA HÉR: