Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2020 | 10:45

Úrtökumót f. LET 2020: Guðrún Brá í góðum málum!

Íslandsmeistarinn í höggleik 2019, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er í góðum málum á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna (ens.: Ladies European Tour, skammst. LET).

Lokaúrtökumótið hófst í gær, 22. janúar og verða spilaðir 5 hringir.

Sem stendur, þegar 2. hringur er hafinn er Guðrún Brá T-12, þ.e. deilir 12. sætinu.

Spilað er á Norður- og Suðurvöllum La Manga golfsvæðisins, í Cartagena, Murcia, á Spáni.

Á fyrsta hring, í gær, lék Guðrún Brá á 2 yfir pari, 73 höggum á Norðurvellinum. Á hringnum fékk Guðrún Brá fjóra fugla, 4 skolla og því miður einnig tvöfaldan skolla á lokaholuna, par-4, 18. holuna og niðurstaðan því 2 yfir pari eftir 1. dag.

Nú er hún búin með fyrri 9 á Suðurvellinum og er á 2 undir pari og því samtals á sléttu pari.

Hugurinn er hjá þér elsku Guðrún Brá og vonandi gengur þér sem allra best!!!

Fylgjast má með gengi Guðrúnar Brá á skortöflu með því að SMELLA HÉR: