Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2020 | 08:00

ALPG: Valdís Þóra T-3 á Findex Yamba Pro/Am!

Valdís Þóra Jónsdóttir GL, hefir spilarétt á áströlsku ALPG mótaröðinni. Hún er nú stödd í Ástralíu og mun á næstunni spila í 2 ALPG mótum. Valdís Þóra hefir þegar spilað í tveimur 1 dags mótum, nú í vikunni og í öðru þeirra Findex Yamba Pro/Am deildihún 3. sætinu með 3 öðrum kylfingum, þ.e. varð T-3; lék á 2 undir pari, 71 höggi!!! Glæsilegt!!! Fyrir 3. sætið hlaut Valdís Þóra 1.125 ástralska dali (u.þ.b. 100.000 ísl. krónur). Í Findex-mótinu sigraði LPGA-kylfingurinn Holly Clyburn frá Englandi – Sjá eldri kynningu Golf 1 á Clyburn með því að SMELLA HÉR:  Í 2. sæti á Findex mótinu varð ungur kylfingur frá Japan, Kaori Toki. Sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2020 | 23:59

PGA: Ryan Palmer (62) efstur e. 2. dag FIO

Það er bandaríski kylfingurinn Ryan Palmer sem leiðir í hálfleik á Farmers Insurance Open (FIO). Hann átti stórglæsilegan 2. hring upp á 62 högg. Samtals er Palmer búinn að spila á 10 undir pari, 134 höggum (72 62). Í 2. sæti er Brandt Snedeker á samtals 8 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2020 | 21:00

LPGA: Sagström í forystu e. 62 högga 2. hring á Gainbridge mótinu

Það er sænski kylfingurinn Madelene Sagström sem er í efsta sæti í hálfleik á Gainbridge LPGA mótinu. Heil 10 högga sveifla er milli hringja hjá Sagström en hún lék á 72 fyrsta dag og nú í dag á 62 glæsihöggum. Samtals er hún því á 10 undir pari, 134 höggum (72 62). Sagström er e.t.v. ekki þekktasti kylfingurinn á LPGA, en sjá má kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR:  Í 2. sæti er Solheim Cup kylfingurinn góði, Carlota Ciganda aðeins 1 höggi á eftir þ.e. samtals 9 undir pari. Forystukona 1. dags, Jessica Korda, rann niður listann eftir slakan hring upp á 73 högg og er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2020 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2020: Marcus Armitage (13/28)

28 kylfingar tryggðu sér fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni og mun Golf 1, líkt og á undanförnum vera með kynningu á þeim. Meirihluti þeirra sem komst á Evróputúrinn, með þátttöku sinni í lokaúrtökumótinu eru reynsluboltar, sem margir hafa spilað á Evróputúrnum og í nokkrum tilvikum einnig bestu mótaröð í heimi PGA TOUR og voru þáttakendur í lokaúrtökumótinu því sérlega sterkir í ár. Lokaúrtökumótið fór fram á Lumine golfstaðnum á Spáni, dagana 15.-20. nóvember 2019 að þessu sinni. Í fyrsta sinn í golfsögunni voru 3 íslenskir keppendur á lokaúrtökumótinu: Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson,GB og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Því miður komst enginn þeirra á Evróputúrinn að þessu sinni. Golf 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Ingunn Einarsdóttir. Hún fæddist 24. janúar 1983 og á því 37 ára afmæli í dag!!! Ingunn var einn af afrekskylfingum Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Hún er menntaður viðskiptafræðingur og spilaði til margra ára fótbolta með Val. Ingunn hefir spilað á Eimskipsmótaröðinni og eins á mörgum opnum golfmótum. Ingunn er í sambúð með Sigurði Má Davíðssyni og á eina dóttur. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ingunni til hamingju með afmælið hér að neðan Ingunn Einarsdóttir – Innilega til hamingju með 37 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jón H Karlsson, 24. janúar 1949 (71 árs); Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2020 | 15:25

Evróputúrinn: Pepperell efstur í hálfleik í Dubai

Það er enski kylfingurinn Eddie Pepperell, sem leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic. Hann er búinn að spila á samtals á 8 undir pari, 136 höggum (69 67). Í 2. sæti eru þrír kylfingar, allir 2 höggum á eftir Pepperell: Dean Burmester frá S-Afríku; Robert Karlsson frá Svíþjóð og bandaríski kylfingurinn Bryson deChambeau. Til þess að sjá stöðuna á Omega Dubai Desert Classic SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Omega Dubai Desert Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2020 | 15:00

Úrtökumót f. LET 2020: Guðrún Brá T-14 e. 3. dag

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tekur þátt í lokaúrtökumótinu fyrir LET. Nú eru bara eftir 2 hringir og eftir þá ræðst hvort Guðrún Brá verður meðal þeirra 20 sem fá fullan spilarétt á mótaröð bestu kvenkylfinga í Evrópu, Ladies European Tour, oft skammstöfuð LET. Spilað er á tveimur völlum La Manga golfsvæðisins í Cartagena, Murcia á Spáni: Norður- og Suðurvöllunum. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á La Manga með því að SMELLA HÉR:  Í dag lék Guðrún Brá versta hring sinn í mótinu, en hann lék hún á Norðurvellinum; lék á 3 yfir pari, 74 höggum. Á hringnum fékk hún 1 skolla og 1 tvöfaldan skolla; allt hitt pör. Samtals Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2020 | 12:00

GA: Ástand Jaðarsins í dag og koma Birgis kylfusmiðs til Akureyrar 15. feb. nk

Á vefsíðu Golfklúbbs Akureyrar má m.a. lesa eftirfarandi fréttir um ástand Jaðarsins og ferð Birgis V. Björnssonar, kylfusmiðs, norður á Akureyri (um að gera að nýta sér komu hans og fara í mælingu!!!): „Veturinn hefur verið býsna harður eins og flestir félagsmenn okkar hafa tekið eftir, mikið snjómagn liggur yfir vellinum eftir snjóþunga mánuði. Grínin urðu þó auð í byrjun desember og voru klakalaus í lok desember. Á fyrstu dögum í janúar byrjaði klaki að safnast og hefur tíðin í upphafi árs verið frekar óhagstæð varðandi klakamyndun. Þá hafa starfsmenn okkar fylgst grant með stöðu mála og hefur verið mokað af grínum fyrir síðustu tvær hlákur. Tekist hefur vel að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2020 | 11:30

Úrtökumót f. LET 2020: Guðrún Brá á +3 e. fyrri 9 á 3. hring

Norðurvöllurinn á La Manga svæðinu ætlar að reynast Guðrún Brá Björgvinsdóttur, GK, erfiður ljár í þúfu. Hún hefir spilað fyrri 9 holur vallarins á 3 yfir pari; fékk skolla á par-3, 4. holuna og því miður tvöfaldan skolla á par-4, 5. holuna.  Tvö þung högg í röð en Guðrúnu Brá tókst að halda jafnvægi og ljúka fyrri 9, með því að fá par á 7. 8. og 9. holurnar.   +3 niðurstaðan eftir fyrri 9 á 3. hring. Það er vonandi að seinni 9 spilist aðeins bestur og henni takist að taka þetta aðeins aftur. Sem stendur rokkar Guðrún Brá milli þess að vera í 15. og 16. sætinu og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2020 | 23:59

PGA: Bradley og Cappelen deila forystunni e. 1. dag FIO

Bandaríski kylfingurinn Keegan Bradley og hinn ungi, danski nýliði á PGA Tour, Sebastian Cappelen, deila forystunni eftir 1. dag Farmers Insurance Open (Skammst.: FIO) Sjá má kynningu Golf 1 á Cappelen með því að SMELLA HÉR:  Báðir léku þeir á 6 undir pari, 66 höggum. Hvorki fleiri né færri en 8 kylfingar deila 3. sætinu, einu höggi á eftir þ.e. á 5 undir pari, 67 höggum en þeirra á meðal eru m.a. Rory McIlroy og Bubba Watson. Tiger Woods er meðal keppenda og er T-21 á 3 undir pari, 69 höggum. Sjá má stöðuna á Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR: